Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samráðshópur bænda um loftslagsmál og visthæfan landbúnað
Skoðun 4. apríl 2017

Samráðshópur bænda um loftslagsmál og visthæfan landbúnað

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson
Ég tel augljóst að bændur og búalið á Íslandi hverfi, líkt og svo margir aðrir, æ dýpra með ári hverju inn í loftslagsmálin. 
 
Aukinn skilningur á þróun veðurfars á Íslandi og annars staðar og innilegri óskir grípa um sig; óskir um að sporna við óæskilegum breytingum í veðurfari og ásetningur um að geta brugðist við því sem ekki verður breytt. Svo seint bregst mannkyn við að við munum þurfa að leggja fram mikla vinnu og gríðarlegt fé á heimsvísu næstu áratugi vegna allt of hraðrar og mikillar hlýnunar sem umsvif manna eiga stóran þátt í nú á tímum. Æðruleysi og samstaða skipta þar miklu máli; líka þverpólitísk samstaða og vilji til að leggja hugvit, vinnu og fé af mörkum.
 
Á nýliðnu ársþingi Bændasamtaka á Akureyri kom glöggt fram að umhverfis- og loftslagsmál skipa æ hærri sess í starfi heildar- og starfsgreinasamtaka bænda.
 
Ég nefndi þar í stuttri ræðu að bændur gætu lært af sjávarútvegsgeiranum þegar kemur að samhæfingu viðbragða innan landbúnaðargeirans. Talaði um samráðshópinn Hafið sem stofnaður var 2014. Hann er það sem kallast öndvegissetur og skipaður fulltrúum fjölmargra aðila innan sjávarútvegsins en líka fulltrúum stofnana, fyrirtækja sem koma að sjávarútvegi en teljast ekki innan atvinnugreinarinnar og enn fremur fulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þarna eru útgerðarfyrirtæki, tæknifyrirtæki, háskólar, hagsmunasamtök önnur en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, orkufyrirtæki, rannsóknarstofnanir, faghópafélög, svo eitthvað sé nefnt. 
 
Myndin sýnir hvað Hafið inniheldur og aðilum fjölgar um þessar mundir. 
 
Á heimasíðu setursins (www.hafid.info) stendur: „Markmið félagsins er að skapa samstarfsgrundvöll fyrir fyrirtæki, opinbera aðila og rannsóknarstofnanir til þróunar á tækni, löggjöf og hverju því sem stuðlar að verndun og sjálfbærri umgengni um hafið. Hafið  leitast við að auka almennan skilning og þekkingu á hafinu og mikilvægi þess. Félagið stendur fyrir samstarfsverkefnum og leitar styrkja til þeirra og starfseminnar í heild sinni, bæði innanlands og erlendis. Hafið er samstarfsvettvangur aðila sem nýta vilja sameinaðan styrk til verndunar hafsins.“
 
Allt er þetta nokkuð skýrt og hægt að spegla yfir á landið og landbúnaðinn. Hafið er rekið fyrir þátttökugjöld og er nú með einn starfsmann og margvísleg verkefni í deiglunni.
 
Til þess að stytta langt mál vil ég halda því fram að bændur geti tekið Hafið sér til fyrirmyndar í grundvallaratriðum og stofnað til öndvegisseturs á sínum forsendum og þeirra sem koma að því að gera greinina vistvænni, sjálfbærari og loftslagsvænni, allt frá Landgræðslunni og LhbÍ til Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, MS og annarra eða minni fyrirtækja, auk hagsmunasamtaka.
 
Ari Trausti Guðmundsson
Höfundur er þingmaður VG
í Suðurkjördæmi
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...