Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bænda­samtaka Íslands við undirritun samningsins.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bænda­samtaka Íslands við undirritun samningsins.
Mynd / Katrín María Andrésdóttir
Fréttir 16. nóvember 2015

Samningur um starfskilyrði í garðyrkju framlengdur um ár

Höfundur: smh
Þann 21. október síðastliðinn undirrituðu Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands (BÍ), samkomulag þess efnis að samningur um starfskilyrði framleiðenda í garðyrkju verði framlengdur um eitt ár – eða til 31. desember 2016.
 
Eins og fram hefur komið í aðdraganda samningagerðarinnar vegna nýrra búvörusamninga, er það vilji bæði stjórnvalda og BÍ að einn sameiginlegur samningur verði gerður fyrir landbúnaðinn í heild, í stað búnaðarlagasamnings og sérsamninga um starfsskilyrði garðyrkju, mjólkurframleiðslu og sauðfjárræktar. Stefnt er á að slíkur samningur muni taka gildi 1. janúar 2017. Þar sem samningur garðyrkjubænda var að renna út í lok þessa árs var hann framlengdur á meðan gengið er frá heildarsamningnum. 
 
Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra BÍ, liggur enn ekkert fyrir um það til hvaða greina hinn nýi samningur á að ná – utan þeirra þriggja sem hafa samninga í dag. „Það hefur verið fundað með öllum búgreinafélögum sem eiga aðild að BÍ en hafa ekki samninga.  Tilgangurinn var að heyra þeirra áherslur og það sem helst brennur á þeim. Fulltrúar bænda hafa að öðru leyti unnið á grundvelli stefnumörkunar sem var mótuð á Búnaðarþingi í vor og á fundum kúa-, sauðfjár- og garðyrkjubænda.  Ríkisvaldið hefur jafnframt kynnt sínar áherslur,“ segir Sigurður.
 
Horfið frá greiðslumarkskerfum
 
„Meðal umfjöllunarefna hafa verið hugmyndir þess efnis að horfið verði frá greiðslumarkskerfinu í mjólkur- og sauðfjárframleiðslunni á samningstímanum. Kúabændur ályktuðu á sínum aðalfundi að horfið yrði frá núverandi skipulagi en sauðfjárbændur tóku hins vegar ekki þá stefnu á sínum aðalfundi, heldur vildu draga úr vægi greiðslumarksins um tíu prósent á samningstímanum. Ríkisvaldið hefur lýst áhuga á því að skoða hvort draga megi úr stuðningi sem eigngerist og nota fremur almennari aðferðir til stuðnings. Þá hefur ríkisvaldið einnig lagt áherslu á nýliðun og skilvirkni stuðningsins.  Fundað er stíft þessa dagana en niðurstaðna er ekki að vænta strax,“ segir Sigurður enn fremur um gang samningaviðræðna.
 
Fyrir hönd ríkisins undirrituðu Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra samning garðyrkjubænda um árs framlengingu á starfsskilyrðum þeirra. 
Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...