Sameinar MAST, Fiskistofu og Verðlagsstofu
Fréttir 21. nóvember 2025

Sameinar MAST, Fiskistofu og Verðlagsstofu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Til stendur að sameina Matvælastofnun, Fiskistofu og Verðlagsstofu skiptaverðs. Tilfærsla verður á verkefnum heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga, hvað varðar eftirlit með matvælum, til stofnunarinnar.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra áformar að leggja fram á vorþingi 2026 frumvarp þar sem lagt er til að Matvælastofnun, Fiskistofa og Verðlagsstofa skiptaverðs verði sameinaðar í eina stofnun.

Í frétt frá atvinnuvegaráðuneyti segir að frumvarpið geri jafnframt ráð fyrir tilfærslu á verkefnum heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga hvað varðar eftirlit með matvælum til stofnunarinnar. Áform frumvarpsins séu í samræmi við áherslur sem birtist í stjórnarsáttmála um einföldun stjórnsýslu, hagræðingu í ríkisrekstri og aukna skilvirkni í samskiptum fyrirtækja og hins opinbera.

„Í fýsileikagreiningu sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið vegna mögulegrar sameiningar Matvælastofnunar, Fiskistofu og Verðlagsstofu skiptaverðs kom fram að fyrrgreindar stofnanir sinna allar opinberu eftirliti á sviði matvæla sem megi samþætta enda mikil líkindi í viðfangsefnum og starfsstöðvar reknar á svipuðum stöðum á landinu. Að auki skapi sameining forsendur fyrir samræmda stefnumótun og framkvæmd í matvælaframleiðslu og fiskveiðum. Jafnframt skapist tækifæri til að bæta þjónustu, draga úr skrifræði og bæta þjónustu við atvinnulífið. Horft er til þess að til verði öflug eftirlitsstofnun á sviði matvælaframleiðslu og fiskveiða þar sem starfsstöðvar verði staðsettar um allt land,“ segir í fregn ráðuneytisins.

Á haustmánuðum kynntu atvinnuvegaráðherra og umhverfis-, orkuog loftslagsmálaráðherra áform um einföldun regluverks, þar sem gert er ráð fyrir að færa eftirlit með matvælaframleiðslu, hollustuháttum og mengunarvörnum til viðeigandi ríkisstofnana. Ráðgert er að matvælaþáttur þess verkefnis verði hluti af fyrrgreindu frumvarpi atvinnuvegaráðherra. Atvinnuvegaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið munu áfram vinna saman til að tryggja skilvirka og árangursríka tilfærslu frá sveitarfélögunum varðandi mannauðsmál o.fl.

Fyrirhugaðar breytingar hafa þegar verið kynntar starfsmönnum viðkomandi stofnana. Gert er ráð fyrir að ný sameinuð stofnun taki til starfa í janúar 2027.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...