Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, var ráðstefnu­stjóri. Hann hélt stutt erindi í upphafi ráðstefnunnar um frumkvöðlastarf í matvælaframleiðslu.
Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, var ráðstefnu­stjóri. Hann hélt stutt erindi í upphafi ráðstefnunnar um frumkvöðlastarf í matvælaframleiðslu.
Mynd / smh
Fréttir 8. júní 2016

Sagan, sérstaðan og ósvikin matarupplifun

Höfundur: smh
Fimmtudaginn 19. maí var efnt til ráðstefnu undir yfirskriftinni Matur er mikils virði.
 
Það var samstarfsvettvangur um Matvæla­landið Ísland sem stóð að ráðstefnuhaldinu. Innan vébanda þess vettvangs eru Bændasamtök Íslands, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. 
 
Ráðstefnan var haldin í Silfurbergi og var vel sótt, en ráðstefnustjóri var Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís. 
 
Aðalumfjöllunarefnið var framtíð matvælaframleiðslu og markaðssetning með tilliti til aukinnar verðmætasköpunar. Fjögur erindi voru flutt og fimm reynslusögur sagðar.
 
Gísli með hangikjötsflögurnar.
 
Ráðstefnan hófst með ljúffengum og nýstárlegum smáréttum úr smiðjum Bjarna Gunnars Kristinssonar, yfirkokks í Hörpu, og Gísla Matthíasar Auðunssonar, eiganda Slippsins í Vestmannaeyjum og Matar og drykkjar í Reykjavík.
 
Gísli bauð upp á harðfiskflögur með brenndu smjöri og söl, beltisþaraflögur og loðnuhrogn og hangikjötsflögur með súrmjólk og múskat.  
 
Flatkökutaco með léttreyktu lambi.
 
Bjarni bauð upp á plokkfisk í heimalöguðu skyrbrauði með brenndu mjólkurdufti, hrossatartar á súrdeigsrúgbrauði með sinnepsfræjum og krydduðu majónesi, humarpylsur í brauði og loks flatkökutaco með léttreyktu lambi.
 
Sjá nánari umfjallanir um nokkur erindi ráðstefnunnar, sem birtust í Bændablaðinu, í meðfylgjandi pdf-skjali:
 
 
 
Myndbandsupptökur af ráðstefnunni:
 
 
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...