Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, var ráðstefnu­stjóri. Hann hélt stutt erindi í upphafi ráðstefnunnar um frumkvöðlastarf í matvælaframleiðslu.
Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, var ráðstefnu­stjóri. Hann hélt stutt erindi í upphafi ráðstefnunnar um frumkvöðlastarf í matvælaframleiðslu.
Mynd / smh
Fréttir 8. júní 2016

Sagan, sérstaðan og ósvikin matarupplifun

Höfundur: smh
Fimmtudaginn 19. maí var efnt til ráðstefnu undir yfirskriftinni Matur er mikils virði.
 
Það var samstarfsvettvangur um Matvæla­landið Ísland sem stóð að ráðstefnuhaldinu. Innan vébanda þess vettvangs eru Bændasamtök Íslands, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. 
 
Ráðstefnan var haldin í Silfurbergi og var vel sótt, en ráðstefnustjóri var Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís. 
 
Aðalumfjöllunarefnið var framtíð matvælaframleiðslu og markaðssetning með tilliti til aukinnar verðmætasköpunar. Fjögur erindi voru flutt og fimm reynslusögur sagðar.
 
Gísli með hangikjötsflögurnar.
 
Ráðstefnan hófst með ljúffengum og nýstárlegum smáréttum úr smiðjum Bjarna Gunnars Kristinssonar, yfirkokks í Hörpu, og Gísla Matthíasar Auðunssonar, eiganda Slippsins í Vestmannaeyjum og Matar og drykkjar í Reykjavík.
 
Gísli bauð upp á harðfiskflögur með brenndu smjöri og söl, beltisþaraflögur og loðnuhrogn og hangikjötsflögur með súrmjólk og múskat.  
 
Flatkökutaco með léttreyktu lambi.
 
Bjarni bauð upp á plokkfisk í heimalöguðu skyrbrauði með brenndu mjólkurdufti, hrossatartar á súrdeigsrúgbrauði með sinnepsfræjum og krydduðu majónesi, humarpylsur í brauði og loks flatkökutaco með léttreyktu lambi.
 
Sjá nánari umfjallanir um nokkur erindi ráðstefnunnar, sem birtust í Bændablaðinu, í meðfylgjandi pdf-skjali:
 
 
 
Myndbandsupptökur af ráðstefnunni:
 
 
 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...