Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, var ráðstefnu­stjóri. Hann hélt stutt erindi í upphafi ráðstefnunnar um frumkvöðlastarf í matvælaframleiðslu.
Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís, var ráðstefnu­stjóri. Hann hélt stutt erindi í upphafi ráðstefnunnar um frumkvöðlastarf í matvælaframleiðslu.
Mynd / smh
Fréttir 8. júní 2016

Sagan, sérstaðan og ósvikin matarupplifun

Höfundur: smh
Fimmtudaginn 19. maí var efnt til ráðstefnu undir yfirskriftinni Matur er mikils virði.
 
Það var samstarfsvettvangur um Matvæla­landið Ísland sem stóð að ráðstefnuhaldinu. Innan vébanda þess vettvangs eru Bændasamtök Íslands, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. 
 
Ráðstefnan var haldin í Silfurbergi og var vel sótt, en ráðstefnustjóri var Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri hjá Matís. 
 
Aðalumfjöllunarefnið var framtíð matvælaframleiðslu og markaðssetning með tilliti til aukinnar verðmætasköpunar. Fjögur erindi voru flutt og fimm reynslusögur sagðar.
 
Gísli með hangikjötsflögurnar.
 
Ráðstefnan hófst með ljúffengum og nýstárlegum smáréttum úr smiðjum Bjarna Gunnars Kristinssonar, yfirkokks í Hörpu, og Gísla Matthíasar Auðunssonar, eiganda Slippsins í Vestmannaeyjum og Matar og drykkjar í Reykjavík.
 
Gísli bauð upp á harðfiskflögur með brenndu smjöri og söl, beltisþaraflögur og loðnuhrogn og hangikjötsflögur með súrmjólk og múskat.  
 
Flatkökutaco með léttreyktu lambi.
 
Bjarni bauð upp á plokkfisk í heimalöguðu skyrbrauði með brenndu mjólkurdufti, hrossatartar á súrdeigsrúgbrauði með sinnepsfræjum og krydduðu majónesi, humarpylsur í brauði og loks flatkökutaco með léttreyktu lambi.
 
Sjá nánari umfjallanir um nokkur erindi ráðstefnunnar, sem birtust í Bændablaðinu, í meðfylgjandi pdf-skjali:
 
 
 
Myndbandsupptökur af ráðstefnunni:
 
 
 
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...