Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ísbjörn á gangi í Kaktovik, Alaska.
Ísbjörn á gangi í Kaktovik, Alaska.
Mynd / Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson
Fréttir 10. ágúst 2020

Safnar frásögnum um ísbirni

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ísbjarnasögur er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. 
 
Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni, Ís­birnir á villigötum, sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna.
 
Tengsl dýra, fólks og umhverfis
 
Kristinn Schram þjóðfræðingur, sem vinnur að verkefninu ásamt fleirum, segir að með því að safna minningum fólks fáist innsýn í líf þess og reynslu. 
 
„Það er mikilvægt að fá innsýn í reynslu þeirra sem með einhverjum hætti lifa í návist hvítabjarnarins. Sú þekking á að nokkru leyti rætur aftur í aldir með sagnaarfi sem ríkur er af bjarndýrum sem tignargjöfum og andvaragestum. Oft vísa þessar sögur til óljósra marka bjarna og manna og þá ekki síst berserkja. Samtímafrásagnir geta líka varpað ljósi á fjölþætt tengsl dýra, fólks og umhverfis á tímum loftslagshlýnunar, bráðnandi íss og hækkandi sjávarmáls.“
 
Ísbirnir á villigötum
 
Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni, Ísbirnir á villigötum, sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís og leitt af myndlistarfólkinu Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson í samstarfi við Kristin og Æsu Sigur­jóns­dóttur listfræðing.  
 
„Auk þjóðfræðilegra rannsókna er unnið út frá sjónarhorni samtímalista og listfræði,“ segir Kristinn, „þannig að í verkefninu verða mörk fólks og dýra, menningar og raunveruleika skoðuð, ásamt samverkandi áhrifum loftslagsbreytinga á fólksflutninga og umhverfisrof sem því miður færist í aukana.“
 
Frásagnir varðveittar til framtíðar
 
Spurningaskránni er svarað á vefsíðu menningarsögulega gagnasafnsins Sarpur, www.sarpur.is.
Þær frásagnir sem berast verða varðveittar um ókominn tíma og gerðar öllum aðgengilegar, nema annað sé tekið fram. Nöfn heimildarmanna birtast ekki.

Skylt efni: hvítabirnir | ísbirnir

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...