Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ísbjörn á gangi í Kaktovik, Alaska.
Ísbjörn á gangi í Kaktovik, Alaska.
Mynd / Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson
Fréttir 10. ágúst 2020

Safnar frásögnum um ísbirni

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ísbjarnasögur er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. 
 
Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni, Ís­birnir á villigötum, sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna.
 
Tengsl dýra, fólks og umhverfis
 
Kristinn Schram þjóðfræðingur, sem vinnur að verkefninu ásamt fleirum, segir að með því að safna minningum fólks fáist innsýn í líf þess og reynslu. 
 
„Það er mikilvægt að fá innsýn í reynslu þeirra sem með einhverjum hætti lifa í návist hvítabjarnarins. Sú þekking á að nokkru leyti rætur aftur í aldir með sagnaarfi sem ríkur er af bjarndýrum sem tignargjöfum og andvaragestum. Oft vísa þessar sögur til óljósra marka bjarna og manna og þá ekki síst berserkja. Samtímafrásagnir geta líka varpað ljósi á fjölþætt tengsl dýra, fólks og umhverfis á tímum loftslagshlýnunar, bráðnandi íss og hækkandi sjávarmáls.“
 
Ísbirnir á villigötum
 
Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni, Ísbirnir á villigötum, sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís og leitt af myndlistarfólkinu Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson í samstarfi við Kristin og Æsu Sigur­jóns­dóttur listfræðing.  
 
„Auk þjóðfræðilegra rannsókna er unnið út frá sjónarhorni samtímalista og listfræði,“ segir Kristinn, „þannig að í verkefninu verða mörk fólks og dýra, menningar og raunveruleika skoðuð, ásamt samverkandi áhrifum loftslagsbreytinga á fólksflutninga og umhverfisrof sem því miður færist í aukana.“
 
Frásagnir varðveittar til framtíðar
 
Spurningaskránni er svarað á vefsíðu menningarsögulega gagnasafnsins Sarpur, www.sarpur.is.
Þær frásagnir sem berast verða varðveittar um ókominn tíma og gerðar öllum aðgengilegar, nema annað sé tekið fram. Nöfn heimildarmanna birtast ekki.

Skylt efni: hvítabirnir | ísbirnir

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...