Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá kynningu skýrslu ÍSOR: (f.v.) Magnús Ólafsson, Steinunn Hauksdóttir, Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Auður A. Óladóttir og Sigurður G. Kristinsson.
Frá kynningu skýrslu ÍSOR: (f.v.) Magnús Ólafsson, Steinunn Hauksdóttir, Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Auður A. Óladóttir og Sigurður G. Kristinsson.
Mynd / Umhverfisráðuneytið
Fréttir 17. maí 2023

Rjúfa verði kyrrstöðu í jarðhitarannsóknum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í nýrri skýrslu Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) um stöðu hitaveitna og nýtingar jarðhitavatns til húshitunar, sem kynnt var 5. maí, kemur fram að um 2/3 þeirra hitaveitna sem úttekt nær til sjá fram á aukna eftirspurn og telja fyrirsjáanleg vandamál við að mæta henni. Þá þarf tæpur helmingur hitaveitna að fara í kostnaðarsamt viðhald á innviðum og dreifikerfi.

Skýrsluhöfundar leggja til að farið verði í sérstakt átak til að aðstoða núverandi hitaveitur við að bregðast við aukinni eftirspurn. Ávinningur þess verði bætt rekstraröryggi veitna og að draga muni úr niðurgreiðslum vegna rafkyntrar húshitunar. Þá vinni slíkar aðgerðir með loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar og auki lífsgæði sem fólgin séu í aðgengi að jarðhitavatni. Ísor telur að með nýjum rannsóknaraðferðum, aukinni tækniþróun og bættum úrvinnsluaðferðum og þekkingu megi búast við að hægt verði að finna nýtanlegan viðbótarjarðhita fyrir margar hitaveitur og útfæra aðrar tæknilausnir til húshitunar.

Niðurstöður rannsókna ÍSOR gefa til kynna að margar hitaveitur sjái fram á að geta ekki sinnt fyrirsjáanlegri eftirspurn. Stafar það einkum af skorti á grunnrannsóknum á jarðhita og takmörkuðu framboði á bortækjum og sérfræðiþekkingu. Þá hamlar erfiður rekstur sveitarfélaga og takmarkað aðgengi að fjármagni viðbrögðum við vaxandi eftirspurn, auk þess sem leyfisveitingaferli er talið flókið og ágreiningur er um réttindi og leyfi frá landeigendum.

Unnið var með allar reglugerðarveitur en þær vinna úr 63 jarðhitasvæðum. Ákveðnir þættir í starfsemi hitaveitnanna voru rannsakaðir til að gera þær samanburðarhæfar og meta hvað vantar upp á. Metinn var forði og umframgeta hvers svæðis fyrir sig og möguleikar á stækkun og hvort veitan væri sjálfbær, ágeng eða ósjálfbær.

Samkvæmt niðurstöðum er vinnsla hjá 4 hitaveitum metin ágeng og 24 hitaveitur sjá fram á meira en 10 prósent aukningu á næstu 5 til 10 árum. Níu hitaveitur, sem hafa möguleika á stækkun, horfa fram á yfir 50% aukningu í eftirspurn og sambærileg aukning í eftirspurn er hjá þremur veitum sem ekki eru taldar hafa möguleika á stækkun að svo stöddu. Þær 7 hitaveitur sem komu best út samkvæmt úttektinni eru margar stærri og með meiri vinnslu en þær veitur sem fengu lægsta einkunn.

Sveigjanleiki og stærðarhagkvæmni gerir hitaveitum auðveldara um vik að svara aukinni eftirspurn og takast á við vanda í rekstri.

Hitaveitur sjá fram á aukna eftirspurn. Mynd / Sam Bark

Lítil framþróun

ÍSOR leggur til að horft verði á mikilvæg langtímaverkefni. Þörf sé á heildstæðum grunnrannsóknum á sviði jarðhita, en þær séu forsenda sjálfbærrar nýtingar jarðhita til framtíðar. Slíkar rannsóknir séu sérhæfðar á sviði jarðhita og krefjist sérþekkingar og tækja sem mikilvægt sé að viðhalda á Íslandi svo að alþjóðlegt samkeppnisforskot á sviði jarðhitanýtingar tapist ekki.

„Á 7. og 8. áratugum varð þessi stóra bylting þar sem jarðhiti varð ráðandi hitaveitugjafi til húshitunar. Síðan hefur lítið sem ekkert breyst. Í vetur erum við komin í þá aðstöðu að eiga á hættu að missa þá frábæru stöðu sem við vorum komin í,“ sagði Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR, þegar skýrslan var kynnt.

Áskoranir hitaveitna á Íslandi eru einkum að afla jarðvísindalegra grunnrannsókna á jarðhita til að auka þekkingu á auðlindinni og kostnaður við boranir á rannsóknar-, vinnslu- og/eða niðurdælingarholum. Þá sé viðhald og/eða stækkun dreifikerfa og innviða mikil áskorun og jafnframt að nýta vatn betur. Það megi gera með því að stuðla að orkusparnaði notenda og tæknilegum lausnum, svo sem niðurdælingu og nýtingu bakrásarvatns.

Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála lét vinna skýrsluna í kjölfarið á fréttum um erfiða stöðu hjá mörgum hitaveitum sl. vetur.

„Skýrslan er til fyrirmyndar, skýr og góð, en niðurstöðurnar ekki góðar – en þó góðar að því leyti að þær eru grunnur að góðri ákvarðanatöku,“ sagði Guðlaugur Þór þegar skýrslan var kynnt. „Okkur ber skylda til að nýta þau tækifæri sem við erum með og byggjum á afskaplega góðum grunni. Það sem við erum að gera núna byggir á þekkingu og reynslu fyrri kynslóða. Í grunninn snýst þetta um samkeppnisstöðu okkar og loftslagsmálin.“

Skýrslan er aðgengileg á vef stjórnarráðsins.

Skylt efni: hitaveita

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...