Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Risaeðlur með hósta
Fréttir 6. júlí 2022

Risaeðlur með hósta

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Jarðfræðingum og vísindamönnum fornleifa og steingervinga hefur löngum þótt forvitnilegur lífsferill risaeðlanna, allt frá fæðingu til dauða.

Matarsmekkur, hegðun og jafnvel sjúkdómar. Nú þegar hafa rannsóknir sýnt að þær hafi meðal annars bæði þjáðst af slitgigt og krabbameini – en nýlega, samkvæmt vefsíðu New Scientist, fundust vísbendingar um dýr sem þjáðist af öndunarfærasýkingu. Voru bein einnar risaeðlu athuguð sérstaklega og leiddi sú rannsókn í ljós að hún hefði þjáðst af afar slæmum hósta sem var greinanlegur í beinunum.

Samkvæmt vísindamönnum hefði hún einnig haft hita og dáið ótímabærum dauða. Í raun er þetta afar áhugaverð uppgötvun, bæði vegna þess að hægt er að greina sýkingu í 150 milljón ára gömlum beinum og líka það að risaeðlur þjáðust af kvefi og öndunarfærapestum.

Risaeðlan, sem um ræðir, gengur undir nafninu Dolly og hefur verið rannsóknarefni vísindamanna síðan hún fannst árið 1990 í Montana. Um ræðir plöntuætu með fræðinafnið Diplodocus (Freyseðla eða Þórseðlubróðir) sem er auðkennanlegt vegna langs háls síns og stærðar. Þetta dýr var ungt, tæpir tuttugu metrar, en þessi tegund getur orðið allt að 30 metra löng, lifað í 30 ár og vegið allt að 20 tonn.

Eftir sneiðmyndatökur á sér­ kennilegum beinvexti í hálsi risa­ eðlunnar kom í ljós að hann hefði myndast vegna slæmrar sýkingar í hálsi og talið er að Dolly hafi þjáðst af hálsbólgu og öndunarfærasýkingu vegna myglusveppsins víðfræga Aspergillus flavus.

Þess má geta að áðurnefndur öndunarfærasjúkdómur getur m.a. reynst fólki banvænn ef meðferð í formi sýklalyfja er ekki notuð. Líklegt er að Dolly, sem lést um 15 ára aldur, hefði haft einkenni svipuð og við lesendur þekkjum þegar við höfum kvef, flensu eða lungnabólgu: hnerra, hósta, nefrennsli og hita.

Til viðbótar við öndunarfæra­ sjúkdóminn má finna ýmislegt fróðlegt í skýrslu Umhverfis­stofnunar undir yfirskriftinni „Inniloft, raki og mygla í híbýlum“ .

Þar kemur fram að rannsóknir bendi til þess að myglueitur í nægjanlega miklu magni geti haft áhrif á dýr og menn og að sum myglueitur geti verið hugsanlegir krabbameinsvaldar, t.d. aflatoxin sem áðurnefndur Aspergillus flavus og svo Aspergillus parasiticus mynda. Það er því best að hafa varann á er kemur að sveppamyndun og myglu, hvort sem er í húsakynnum eða öðrum vistarverum – en þó getur myglueitur fundist í litlu magni í innilofti án þess að það hafi neikvæð áhrif á íbúa.

Skylt efni: risaeðlur

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...