Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Reynt við met í slætti á „ósléttu“ túni
Líf og starf 4. ágúst 2015

Reynt við met í slætti á „ósléttu“ túni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Pólski landbúnaðartækja­framleiðandinn Samasz stefnir að því að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir slátt á óslettu túni. Mettilraunin fór fram 2. júlí síðastliðinn, þegar slegnir voru 96,29 hektarar á 8 klukkutímum.

Áskorunin var töluverð, þar sem um var að ræða óslétt tún. Verkið hófst klukkan 10 árdegis. Til verksins var notuð 9,4 metra breið sláttuvélasamstæða MegaCUT, sem samanstendur af einni KDF 340 framsláttuvél og tveimur KDD 941 afturvélum. Þetta er sláttusamstæða fyrir stór tún.

Við framkvæmd mettilraunarinnar var samstæðan frá Samasz tengd við Detuz-Fahr Agrotron 7250 dráttarvél rúmlega 250 hestöfl.

Undirbúningurinn að mettilrauninni stóð í hálft ár

Í upphafi var ætlunin að framkvæma slátt á sem mestum aksturshraða eingöngu, en frá því var horfið og ákveðið að horfa einnig til skilvirkni samstæðunnar og gæða sláttunnar. Haft var samband við Heimsmetabók Guinness um leið og leit að nógu stóru túni hófst.

Er þetta í fyrsta skipti sem svona mettilraun fer fram. Dómnefnd Guinness heimsmetabókarinnar setti fram ýmis skilyrði sem uppfylla yrði til að mettilraunin teldist marktæk. Skilyrði lutu meðal annars að sláttutíma, lágmarks graslengd og lágmarks flatarmáli sem slegið yrði. Við vali á túni var valið sem samsvaraði venjulegu túni hjá venjulegum bónda og valin sex samliggjandi tún, samtals 109 hektarar að flatarmáli.


Mettilraunin byrjaði vel og var fyrsta túnið slegið á meðalhraðanum 17 hekturum á klukkustund en lágmarks krafa voru 12 hektarar á klukkustund.

Tvö óháð vitni

Mettilraunin var gerð í viðurvist tveggja óháðra vitna sem sendu niðurstöðurnar til Heimsmetabókar Guinness til staðfestingar. Stærð slegins flatarmáls var mælt af viðurkenndum landmælingamönnum.

Mettilraunin gekk áfallalaust fyrir sig fram að síðasta korteri tilraunarinnar en þá lenti framsláttuvélin í stóru barði og menn hræddir um að vélin hefði skemmst og að ekki yrði hægt að klára tilraunina. Þjónustulið vélarinnar hreinsaði hana svo að hún gat klárað verkefnið.

Að tilrauninni lokinni sýndu mælingar að tekist hefði að slá 96,29 hektara á átta klukkustundum eða meðalhraðanum 16 hektarar á klukkustund. Skilvirknin reyndist vera 15,32 hektarar á klukkustund þegar dreginn hafði verið frá tími við snúninga og ferðir milli túna. Dráttarvélin eyddi 29,2 lítrum á tímann eða 1,9 lítrum á sleginn hektara.
Niðurstöður mettilraunarinnar hafa verið sendar til staðfestingar til Heimsmetabókar Guinness og er niðurstaðna að vænta fljótlega.

Í framhaldinu hefur sá möguleiki verið ræddur að setja met í 24 klukkustunda slætti. Sú tilraun þyrfti að fara fram annars staðar en í Póllandi þar sem tún eru ekki nógu stór þar. Yrði væntanlega að leita til Hvíta-Rússlands, en þar munu finnast tún sem gætu uppfyllt stærðarkröfur.

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...