Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reynt við met í slætti á „ósléttu“ túni
Líf og starf 4. ágúst 2015

Reynt við met í slætti á „ósléttu“ túni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Pólski landbúnaðartækja­framleiðandinn Samasz stefnir að því að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir slátt á óslettu túni. Mettilraunin fór fram 2. júlí síðastliðinn, þegar slegnir voru 96,29 hektarar á 8 klukkutímum.

Áskorunin var töluverð, þar sem um var að ræða óslétt tún. Verkið hófst klukkan 10 árdegis. Til verksins var notuð 9,4 metra breið sláttuvélasamstæða MegaCUT, sem samanstendur af einni KDF 340 framsláttuvél og tveimur KDD 941 afturvélum. Þetta er sláttusamstæða fyrir stór tún.

Við framkvæmd mettilraunarinnar var samstæðan frá Samasz tengd við Detuz-Fahr Agrotron 7250 dráttarvél rúmlega 250 hestöfl.

Undirbúningurinn að mettilrauninni stóð í hálft ár

Í upphafi var ætlunin að framkvæma slátt á sem mestum aksturshraða eingöngu, en frá því var horfið og ákveðið að horfa einnig til skilvirkni samstæðunnar og gæða sláttunnar. Haft var samband við Heimsmetabók Guinness um leið og leit að nógu stóru túni hófst.

Er þetta í fyrsta skipti sem svona mettilraun fer fram. Dómnefnd Guinness heimsmetabókarinnar setti fram ýmis skilyrði sem uppfylla yrði til að mettilraunin teldist marktæk. Skilyrði lutu meðal annars að sláttutíma, lágmarks graslengd og lágmarks flatarmáli sem slegið yrði. Við vali á túni var valið sem samsvaraði venjulegu túni hjá venjulegum bónda og valin sex samliggjandi tún, samtals 109 hektarar að flatarmáli.


Mettilraunin byrjaði vel og var fyrsta túnið slegið á meðalhraðanum 17 hekturum á klukkustund en lágmarks krafa voru 12 hektarar á klukkustund.

Tvö óháð vitni

Mettilraunin var gerð í viðurvist tveggja óháðra vitna sem sendu niðurstöðurnar til Heimsmetabókar Guinness til staðfestingar. Stærð slegins flatarmáls var mælt af viðurkenndum landmælingamönnum.

Mettilraunin gekk áfallalaust fyrir sig fram að síðasta korteri tilraunarinnar en þá lenti framsláttuvélin í stóru barði og menn hræddir um að vélin hefði skemmst og að ekki yrði hægt að klára tilraunina. Þjónustulið vélarinnar hreinsaði hana svo að hún gat klárað verkefnið.

Að tilrauninni lokinni sýndu mælingar að tekist hefði að slá 96,29 hektara á átta klukkustundum eða meðalhraðanum 16 hektarar á klukkustund. Skilvirknin reyndist vera 15,32 hektarar á klukkustund þegar dreginn hafði verið frá tími við snúninga og ferðir milli túna. Dráttarvélin eyddi 29,2 lítrum á tímann eða 1,9 lítrum á sleginn hektara.
Niðurstöður mettilraunarinnar hafa verið sendar til staðfestingar til Heimsmetabókar Guinness og er niðurstaðna að vænta fljótlega.

Í framhaldinu hefur sá möguleiki verið ræddur að setja met í 24 klukkustunda slætti. Sú tilraun þyrfti að fara fram annars staðar en í Póllandi þar sem tún eru ekki nógu stór þar. Yrði væntanlega að leita til Hvíta-Rússlands, en þar munu finnast tún sem gætu uppfyllt stærðarkröfur.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...