Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Reynt við met í slætti á „ósléttu“ túni
Líf og starf 4. ágúst 2015

Reynt við met í slætti á „ósléttu“ túni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Pólski landbúnaðartækja­framleiðandinn Samasz stefnir að því að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir slátt á óslettu túni. Mettilraunin fór fram 2. júlí síðastliðinn, þegar slegnir voru 96,29 hektarar á 8 klukkutímum.

Áskorunin var töluverð, þar sem um var að ræða óslétt tún. Verkið hófst klukkan 10 árdegis. Til verksins var notuð 9,4 metra breið sláttuvélasamstæða MegaCUT, sem samanstendur af einni KDF 340 framsláttuvél og tveimur KDD 941 afturvélum. Þetta er sláttusamstæða fyrir stór tún.

Við framkvæmd mettilraunarinnar var samstæðan frá Samasz tengd við Detuz-Fahr Agrotron 7250 dráttarvél rúmlega 250 hestöfl.

Undirbúningurinn að mettilrauninni stóð í hálft ár

Í upphafi var ætlunin að framkvæma slátt á sem mestum aksturshraða eingöngu, en frá því var horfið og ákveðið að horfa einnig til skilvirkni samstæðunnar og gæða sláttunnar. Haft var samband við Heimsmetabók Guinness um leið og leit að nógu stóru túni hófst.

Er þetta í fyrsta skipti sem svona mettilraun fer fram. Dómnefnd Guinness heimsmetabókarinnar setti fram ýmis skilyrði sem uppfylla yrði til að mettilraunin teldist marktæk. Skilyrði lutu meðal annars að sláttutíma, lágmarks graslengd og lágmarks flatarmáli sem slegið yrði. Við vali á túni var valið sem samsvaraði venjulegu túni hjá venjulegum bónda og valin sex samliggjandi tún, samtals 109 hektarar að flatarmáli.


Mettilraunin byrjaði vel og var fyrsta túnið slegið á meðalhraðanum 17 hekturum á klukkustund en lágmarks krafa voru 12 hektarar á klukkustund.

Tvö óháð vitni

Mettilraunin var gerð í viðurvist tveggja óháðra vitna sem sendu niðurstöðurnar til Heimsmetabókar Guinness til staðfestingar. Stærð slegins flatarmáls var mælt af viðurkenndum landmælingamönnum.

Mettilraunin gekk áfallalaust fyrir sig fram að síðasta korteri tilraunarinnar en þá lenti framsláttuvélin í stóru barði og menn hræddir um að vélin hefði skemmst og að ekki yrði hægt að klára tilraunina. Þjónustulið vélarinnar hreinsaði hana svo að hún gat klárað verkefnið.

Að tilrauninni lokinni sýndu mælingar að tekist hefði að slá 96,29 hektara á átta klukkustundum eða meðalhraðanum 16 hektarar á klukkustund. Skilvirknin reyndist vera 15,32 hektarar á klukkustund þegar dreginn hafði verið frá tími við snúninga og ferðir milli túna. Dráttarvélin eyddi 29,2 lítrum á tímann eða 1,9 lítrum á sleginn hektara.
Niðurstöður mettilraunarinnar hafa verið sendar til staðfestingar til Heimsmetabókar Guinness og er niðurstaðna að vænta fljótlega.

Í framhaldinu hefur sá möguleiki verið ræddur að setja met í 24 klukkustunda slætti. Sú tilraun þyrfti að fara fram annars staðar en í Póllandi þar sem tún eru ekki nógu stór þar. Yrði væntanlega að leita til Hvíta-Rússlands, en þar munu finnast tún sem gætu uppfyllt stærðarkröfur.

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...