Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reidmenn.com - nýr kennsluvefur í bígerð
Fréttir 25. september 2015

Reidmenn.com - nýr kennsluvefur í bígerð

Reidmenn.com er verkefni sem unnið er hörðum höndum að því að klára þessa dagana, um er að ræða kennsluvef fyrir hestamenn sem hefur verið í vinnslu nú í töluvert langan tíma en nú líður að útgáfudegi.   

Söfnunarátaki hefur verið sett af stað á karolinafund.com til að standa undir vinnslu verksins sem er gríðarlega umfangsmikið.  Styrktaraðilar fá aðgang að vefnum á kynningartilboði fyrir sinn styrk og verða fyrstu notendur síðunnar.

Aðstandendur verkefnisins eru þakklátir fyrir öll framlög sem berast og hvert og eitt færir það nær takmarkinu og eykur líkur á að hægt verði að útfæra ný verkefni til birtingar á vefnum.

Uppbygging efnisins sem er eftir Reyni Aðalsteinsson, hefur verið grunnur að námsbrautinni Reiðmanninum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri síðan sú deild var stofnuð og til viðbótar við texta hefur nú verið bætt við ljósmyndum og kennslumyndböndum.

Vefurinn verður áskriftarvefur og efni hans er stigskipt og á honum munu allir geta fundið efni við sitt hæfi, hvort sem er byrjendur eða lengra komnir. 

Það er síðan hugur til að stækka og efla vefinn með nýju efni þegar fram líða stundir og eru nú þegar nokkrar nýjar hugmyndir komnar í vinnslu sem verða vonandi framtíðarverkefni ef vefurinn heldur áfram að ganga vel.

Það er ósk aðstandenda Reiðmanna að biðja ykkur að styðja við átakið, styrkja það og deila póstum og fréttum svo að sem flestir heyri um vefinn og viti hvað hann kemur til með að geta gert svo hann megi verða öflugt verkfæri fyrir reiðkennara og hestamenn. 


Hér að neðan eru hlekkirnir aftur á síðurnar þar sem hægt er að fylgjast með framganginum, á facebook síðunni, Reiðmenn, er hægt að sjá búta og sýnishorn af efni sem er verið að útbúa fyrir vefinn. 

https://www.karolinafund.com/project/view/909

https://www.facebook.com/reidmenn

https://twitter.com/Reidmenn

Skylt efni: hestamennska | Hestar

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...