Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Reiðarslag og nær öruggt talið að margir þurfi að bregða búi
Fréttir 23. september 2015

Reiðarslag og nær öruggt talið að margir þurfi að bregða búi

Höfundur: Hörður Kristjánsson, Sigurður Már Harðason, Vilmundur Hansen

 

„Hugmyndin um aukna niðurfellingu á tollum af innfluttu kjúklingakjöti er hreint reiðarslag fyrir framleiðendur kjúklingakjöts á Íslandi,“ segir Jón Magnús Jónsson, alifuglabóndi að Reykjum og varaformaður Félags kjúklingabænda.

„Tollar á magn umfram þessi þúsund tonn er föst krónutala og ég hef ekki heyrt neitt um að hún eigi að breytast umfram það sem hún er í dag. Gangi þetta eftir er ég hræddur um að framleiðendur verði alvarlega að hugsa sinn gang og jafnvel pakka saman og hætta starfsemi,“ segir Jón.

Samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins um tollaniðurfellingar á landbúnaðarvörum kom íslenskum bændum og flestum öðrum mjög á óvart. Á sama tíma hafa forsvarsmenn innflutningsverslunarinnar fagnað tíðindunum, en fjölmargt í þessum samningum vekur samt furðu.

Alvarleg tíðindi

„Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir þær greinar og ég tel að stjórnvöld hafi vanrækt að meta áhrif samningsins til fulls. Sama gildir að mörgu leyti um nautakjötsframleiðsluna. Ég taldi að það væri vilji stjórnvalda að efla þá grein en ekki flytja hana að enn stærri hluta til útlanda,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.  Hann vekur athygli á því að stjórnvöld tilkynni um nýjan samning um tollamál sem stóð til að ræða um í viðræðum um nýja búvörusamninga.

Hljóta að vera með áætlun

„Svínabændur geta í raun gert lítið til að bæta sinn hag án aðstoðar ríkisvaldsins verði tillagan um aukinn innflutning á svínakjöti samþykkt. Ég tel því víst að þau hafi hugsað málið til enda og séu með einhvers konar áætlun í huga, eða ég vona það að minnsta kosti,“  segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.

Tollfrjáls viðskipti með hvalkjöt, selkjöt, apa og asna

Þegar litið ef yfir listann yfir afnám tolla á einstökum flokkum kemur margt undarlegt í ljós. Ríki Evrópusambandsins hafa á liðnum árum gagnrýnt Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar og einnig selveiðar. Þrátt fyrir það er að finna í samningnum að tollfrelsi verður  á frosnu og söltuðu hvalkjöti og öðrum frosnum hvalaafurðum. Einnig á frosnu selkjöti, sæljónakjöti og rostungakjöti. Þá verða viðskipti með lifandi sæljón, rostunga og apa tollfrjáls. Sem og viðskipti með asna sem mikil þörf virðist vera talin á í samningnum.

Sjá nánar um málið á blaðsíðum 4 og 8 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...