Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reiðarslag og nær öruggt talið að margir þurfi að bregða búi
Fréttir 23. september 2015

Reiðarslag og nær öruggt talið að margir þurfi að bregða búi

Höfundur: Hörður Kristjánsson, Sigurður Már Harðason, Vilmundur Hansen

 

„Hugmyndin um aukna niðurfellingu á tollum af innfluttu kjúklingakjöti er hreint reiðarslag fyrir framleiðendur kjúklingakjöts á Íslandi,“ segir Jón Magnús Jónsson, alifuglabóndi að Reykjum og varaformaður Félags kjúklingabænda.

„Tollar á magn umfram þessi þúsund tonn er föst krónutala og ég hef ekki heyrt neitt um að hún eigi að breytast umfram það sem hún er í dag. Gangi þetta eftir er ég hræddur um að framleiðendur verði alvarlega að hugsa sinn gang og jafnvel pakka saman og hætta starfsemi,“ segir Jón.

Samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins um tollaniðurfellingar á landbúnaðarvörum kom íslenskum bændum og flestum öðrum mjög á óvart. Á sama tíma hafa forsvarsmenn innflutningsverslunarinnar fagnað tíðindunum, en fjölmargt í þessum samningum vekur samt furðu.

Alvarleg tíðindi

„Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir þær greinar og ég tel að stjórnvöld hafi vanrækt að meta áhrif samningsins til fulls. Sama gildir að mörgu leyti um nautakjötsframleiðsluna. Ég taldi að það væri vilji stjórnvalda að efla þá grein en ekki flytja hana að enn stærri hluta til útlanda,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.  Hann vekur athygli á því að stjórnvöld tilkynni um nýjan samning um tollamál sem stóð til að ræða um í viðræðum um nýja búvörusamninga.

Hljóta að vera með áætlun

„Svínabændur geta í raun gert lítið til að bæta sinn hag án aðstoðar ríkisvaldsins verði tillagan um aukinn innflutning á svínakjöti samþykkt. Ég tel því víst að þau hafi hugsað málið til enda og séu með einhvers konar áætlun í huga, eða ég vona það að minnsta kosti,“  segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.

Tollfrjáls viðskipti með hvalkjöt, selkjöt, apa og asna

Þegar litið ef yfir listann yfir afnám tolla á einstökum flokkum kemur margt undarlegt í ljós. Ríki Evrópusambandsins hafa á liðnum árum gagnrýnt Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar og einnig selveiðar. Þrátt fyrir það er að finna í samningnum að tollfrelsi verður  á frosnu og söltuðu hvalkjöti og öðrum frosnum hvalaafurðum. Einnig á frosnu selkjöti, sæljónakjöti og rostungakjöti. Þá verða viðskipti með lifandi sæljón, rostunga og apa tollfrjáls. Sem og viðskipti með asna sem mikil þörf virðist vera talin á í samningnum.

Sjá nánar um málið á blaðsíðum 4 og 8 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...