Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Reglugerð um vegi í náttúru Íslands
Fréttir 9. október 2017

Reglugerð um vegi í náttúru Íslands

Höfundur: smh
Umhverfis- og auðlinda­ráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um vegi í náttúru Íslands.
 
Drögin fela í sér að við gerð aðalskipulags eða svæðisskipulags sveitarfélaga geri þau tillögu að skráningu vega utan þjóðvega, í náttúru Íslands, þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. Skráin verði leiðbeinandi við skipulagsgerðina.
 
Vegaskrá gerð í samráði
 
Slík vegaskrá verður háð samþykki Umhverfisstofnunar, eða eftir atvikum stjórnvalda þjóðgarða þegar við á. Við gerð skrárinnar skulu sveitarfélög hafa samráð við Umhverfisstofnun eða önnur stjórnvöld þjóðgarða, Vegagerðina, Landgræðslu ríkisins, Landmælingar Íslands, samtök útivistarfélaga, náttúru- og umhverfisverndarsamtök, Bændasamtök Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar. 
 
Náttúruverndarsjónarmið
 
Í þriðju grein draganna segir: „Við gerð tillögu að skrá um vegi ber að leggja mat á það hvort akstur á þeim sé líklegur til að raska viðkvæmum gróðri, valda jarðvegsrofi, hafa neikvæð áhrif á landslag, víðerni og ásýnd lands eða hafa að öðru leyti í för með sér náttúruspjöll. Einnig má líta til þess hvort um greinilegan og varanlegan veg sé að ræða, hvort löng hefð sé fyrir akstri á honum og hvort umferð á tilteknum vegi skuli takmarka við ákveðnar gerðir ökutækja, ákveðið tímabil, náttúrufarslegar aðstæður eða við akstur vegna ákveðinna starfa.“
 
Flokkaðir eftir heimild til notkunar
 
Í fjórðu grein draganna segir: „Sveitarfélög skulu í tillögu að skrá um vegi flokka vegina í samræmi við flokkun Vegagerðarinnar á landsvegum. Vegina skal einnig flokka eftir heimild til notkunar í opna vegi og vegi með takmarkaða notkun. 
 
Sé um að ræða veg með tímabundna og/eða takmarkaða notkun skal tilgreint sérstaklega það tímabil sem heimilt er að nota veg og í hvaða tilgangi sé heimilt að nota veginn, s.s. við smalamennskur, veiði, viðhald veitumannvirkja eða rannsóknir.“
 
Skila skal umsögnum um drögin fyrir 13. október, en þau má nálgast í gegnum vef stjórnarráðsins, stjornarradid.is. 
Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...