Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Reglugerð  um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum birt í Stjórnartíðindum
Mynd / Bbl
Fréttir 7. maí 2021

Reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum birt í Stjórnartíðindum

Höfundur: smh

Reglugerð  um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf það út á vef sínum á þriðjudaginn að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefði undirritað reglugerðina, en þær upplýsingar fengust þá úr ráðuneytinu að reglugerðin sjálf yrði ekki aðgengileg fyrr en hún hefði birst í Stjórnartíðindum.

Reglugerðin heimilar heimaslátrun á sauðfé og geitum til markaðssetningar. Þar eru ákvæði um förgun aukaafurða sem ekki komu fram í tilkynningu ráðuneytisins á þriðjudaginn. Í þeim er kveðið á um að aukaafurðum úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til maneldis skal safna, geyma og farga í samræmi við ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins sem innleidd er í íslenskan rétt með reglugerð um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.

Sérstakt áhættuefni geymt í læsanlegu íláti

„Undir stjórn opinbers dýralæknis skal fjarlægja sérstakt áhættuefni úr sauðfé og geitum og geyma í læsanlegu íláti þar til það er flutt til förgunar í viðurkenndri brennslustöð, sbr. ákvæði reglu­gerðar nr. 41/2012, um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB), nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Öðrum aukaafurðum skal fargað samkvæmt reglum viðkomandi sveitarfélags,“ segir í 10. grein reglugerðarinnar um förgun aukaafurða.

Undrajurt Inkanna
Fréttir 23. júní 2021

Undrajurt Inkanna

Flóran hlaðvarpsþáttur Hlöðunnar um helstu nytjaplöntur jarðar, er kominn aftur ...

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar
Fréttir 23. júní 2021

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar

Sala á Bændahöllinni sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu í 59 ár virðist vera ve...

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu
Fréttir 21. júní 2021

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu

Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald ...

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti
Fréttir 21. júní 2021

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti

Íslenskt gæðanaut er nýtt merki sem Landssamband kúabænda hefur verið að vinna a...

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátr...

Stærsta svínabú heims byggt í Kína
Fréttir 16. júní 2021

Stærsta svínabú heims byggt í Kína

Í Kína er nú verið að byggja stærsta svínabú heims en það mun framleiða árlega 2...

Síðustu fundir Ræktum Ísland!
Fréttir 15. júní 2021

Síðustu fundir Ræktum Ísland!

Á síðustu vikum hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt verkefnisstjóru...

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun
Fréttir 14. júní 2021

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Pure North Recycling, Bændasam...