Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Reglugerð  um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum birt í Stjórnartíðindum
Mynd / Bbl
Fréttir 7. maí 2021

Reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum birt í Stjórnartíðindum

Höfundur: smh

Reglugerð  um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf það út á vef sínum á þriðjudaginn að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefði undirritað reglugerðina, en þær upplýsingar fengust þá úr ráðuneytinu að reglugerðin sjálf yrði ekki aðgengileg fyrr en hún hefði birst í Stjórnartíðindum.

Reglugerðin heimilar heimaslátrun á sauðfé og geitum til markaðssetningar. Þar eru ákvæði um förgun aukaafurða sem ekki komu fram í tilkynningu ráðuneytisins á þriðjudaginn. Í þeim er kveðið á um að aukaafurðum úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til maneldis skal safna, geyma og farga í samræmi við ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins sem innleidd er í íslenskan rétt með reglugerð um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.

Sérstakt áhættuefni geymt í læsanlegu íláti

„Undir stjórn opinbers dýralæknis skal fjarlægja sérstakt áhættuefni úr sauðfé og geitum og geyma í læsanlegu íláti þar til það er flutt til förgunar í viðurkenndri brennslustöð, sbr. ákvæði reglu­gerðar nr. 41/2012, um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB), nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Öðrum aukaafurðum skal fargað samkvæmt reglum viðkomandi sveitarfélags,“ segir í 10. grein reglugerðarinnar um förgun aukaafurða.

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...