Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Reglugerð  um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum birt í Stjórnartíðindum
Mynd / Bbl
Fréttir 7. maí 2021

Reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum birt í Stjórnartíðindum

Höfundur: smh

Reglugerð  um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf það út á vef sínum á þriðjudaginn að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefði undirritað reglugerðina, en þær upplýsingar fengust þá úr ráðuneytinu að reglugerðin sjálf yrði ekki aðgengileg fyrr en hún hefði birst í Stjórnartíðindum.

Reglugerðin heimilar heimaslátrun á sauðfé og geitum til markaðssetningar. Þar eru ákvæði um förgun aukaafurða sem ekki komu fram í tilkynningu ráðuneytisins á þriðjudaginn. Í þeim er kveðið á um að aukaafurðum úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til maneldis skal safna, geyma og farga í samræmi við ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins sem innleidd er í íslenskan rétt með reglugerð um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.

Sérstakt áhættuefni geymt í læsanlegu íláti

„Undir stjórn opinbers dýralæknis skal fjarlægja sérstakt áhættuefni úr sauðfé og geitum og geyma í læsanlegu íláti þar til það er flutt til förgunar í viðurkenndri brennslustöð, sbr. ákvæði reglu­gerðar nr. 41/2012, um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB), nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Öðrum aukaafurðum skal fargað samkvæmt reglum viðkomandi sveitarfélags,“ segir í 10. grein reglugerðarinnar um förgun aukaafurða.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...