Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Reglugerð  um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum birt í Stjórnartíðindum
Mynd / Bbl
Fréttir 7. maí 2021

Reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum birt í Stjórnartíðindum

Höfundur: smh

Reglugerð  um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf það út á vef sínum á þriðjudaginn að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefði undirritað reglugerðina, en þær upplýsingar fengust þá úr ráðuneytinu að reglugerðin sjálf yrði ekki aðgengileg fyrr en hún hefði birst í Stjórnartíðindum.

Reglugerðin heimilar heimaslátrun á sauðfé og geitum til markaðssetningar. Þar eru ákvæði um förgun aukaafurða sem ekki komu fram í tilkynningu ráðuneytisins á þriðjudaginn. Í þeim er kveðið á um að aukaafurðum úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til maneldis skal safna, geyma og farga í samræmi við ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins sem innleidd er í íslenskan rétt með reglugerð um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.

Sérstakt áhættuefni geymt í læsanlegu íláti

„Undir stjórn opinbers dýralæknis skal fjarlægja sérstakt áhættuefni úr sauðfé og geitum og geyma í læsanlegu íláti þar til það er flutt til förgunar í viðurkenndri brennslustöð, sbr. ákvæði reglu­gerðar nr. 41/2012, um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB), nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Öðrum aukaafurðum skal fargað samkvæmt reglum viðkomandi sveitarfélags,“ segir í 10. grein reglugerðarinnar um förgun aukaafurða.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...