Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samtök ungra bænda (SUB)
Samtök ungra bænda (SUB)
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynslóðaskipta í landbúnaði.

Steinþór Logi Arnarsson.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að vita svart á hvítu hvað það er sem hvetur eða letur kynslóðaskipti svo við getum unnið að því að auka nýliðun í stéttinni,“ segir Steinþór Logi Arnarsson, formaður SUB. Samtökin standa því fyrir könnun þar sem þátttakendur eru spurðir um helstu hindranir og hvata í íslenskum landbúnaði

Allir sem tengjast landbúnaði eru hvattir til að taka þátt. Þátttakendur þurfa ekki að vera starfandi bændur, en samtökin hafa jafnframt áhuga á að heyra í þeim sem langar að verða bændur eða stunduðu nám í búvísindum og búfræði. Niðurstöðurnar verða kynntar á aðalfundi Samtaka ungra bænda í janúar.

Könnunin er hluti af rannsóknarverkefni SUB sem hlaut styrk úr byggðarannsóknasjóði Byggðastofnunar og er stýrt af Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur, sérfræðingi hjá Rannsóknasetri byggða- og sveitarstjórnarmála við Háskólann á Bifröst. Nánari upplýsingar og tengil á könnunina má finna á Facebook-síðu Samtaka ungra bænda.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...