Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Alþjóðasamtök mjólkurframleiðenda, FIL/IDF, segja um það bil 86% af fóðri búfjár ekki hentugt til manneldis og samanstendur af grasi svo og aukaafurðum sem falla til við ræktun sem annars myndu valda álagi á umhverfið.
Alþjóðasamtök mjólkurframleiðenda, FIL/IDF, segja um það bil 86% af fóðri búfjár ekki hentugt til manneldis og samanstendur af grasi svo og aukaafurðum sem falla til við ræktun sem annars myndu valda álagi á umhverfið.
Fréttir 2. september 2019

Rangt að SÞ leggi áherslu á samdrátt í kjöt- og mjólkurframleiðslu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fjölþjóðleg loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslags­breytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change - IPCC) sendi frá sér skýrslu þann 8. ágúst síðastliðinn. Þessi skýrsla hefur verið af mörgum fjölmiðlum túlkuð sem áskorun um að dregið verði úr kjöt- og mjólkurframleiðslu í heiminum. Alþjóðasamtök mjólkurframleiðenda FIL/IDF segir þessa túlkun ekki vera í samræmi við niðurstöður skýrslunnar. 
 
Í yfirlýsingu sem FIL/IDF sendi frá sér kemur fram að í skýrslu IPCC hafi verið til skoðunar áhrif loftslagsbreytinga á sjálfbærni,  landnýtingu og fæðuöryggi. Skýrslan sé í góðu jafnvægi en þar komi fram að athafnir mannsins hafi valdið miklum skaða á landi og mikilla breytinga sé þörf á hvernig hægt sé að nýta land til að draga úr hlýnun jarðar. Síðan segir: 
 
„Til allrar óhamingju hafa fréttir sumra fjölmiðla mistúlkað niðurstöður skýrslunnar og kosið að leggja áherslu á að aðalmótvægið felist í því að draga úr kjöt- og mjólkurneyslu. Það er hins vegar ekki málið.“
IPCC-pallborðið fór ítarlega yfir núverandi vísindaritabókmenntir varðandi landnotkun og hlutverk hennar í fæðuframleiðslu úr jurta- og dýraríkinu. Skýrslan snýst þó ekki um ráðleggingar um mataræði og engin sérstök ráð eru sett fram um að færa mataræði verulega frá matvælum úr dýrum. Matvælaframleiðsla er aðeins eitt af fjölda möguleika sem fjallað er um í skýrslunni.
 
Að auki segir í skýrslunni, „matur úr dýraríkinu, framleiddur með sjálfbærni í huga og með tilliti lítillar losunar gróðurhúsalofttegunda, býður upp á mikil tækifæri til aðlögunar og mótvægis og skapa umtalsverðan ávinning af heilbrigði manna.“ IPCC segir einnig: 
 
„Mismunandi búskapur og vistkerfi geta dregið úr losun vegna búfjárframleiðslu. Það fer eftir búskap, vistkerfi og þróun. Samdráttur í losun vegna afurðaframleiðslu úr dýraríkinu getur leitt til hlutleysis í losun gróðurhúsalofttegunda. 
 
Hin alþjóðlega mjólkur­framleiðsla fagnar aukinni umræðu um hvernig hægt sé að vinna saman með öllum hlutaðeigandi að því að draga úr loftslagsbreytingum.“
 
Þá dregur FIL/IDF saman það sem þeir segja staðreyndir í málinu:
  • Árið 2016 undirritaði mjólkur­iðnaðurinn og FAO fRotterdam-mjólkur­yfir­lýsing­una sem er skuldbinding til að draga enn frekar úr kolefnislosun á hvert kg af próteini sem framleitt er (www.dairydeclaration.org).
  • Heildarframlag mjólkur­framleiðslu, vinnslu og flutninga nemur 2,7% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum (http://www.fao.org/3/k7930e/k7930e00.pdf).
  • Mjólkurgeirinn dregur verulega úr losun. Skýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem gerð var á vegum Global Dairy Platform, sýndi að frá 2005–2015 hafi losun frá framleiðslu mjólkur minnkað um 11%.
  • Jórturdýr nota landbúnaðarland og umhverfisauðlindir á skilvirkan hátt. Mjólkurkýr geta nýtt graslendi til beitar sem ekki er hægt að nýta til ræktunar annarra nytja. Til dæmis er meira en 85% lands sem nautgripum er beitt á í Bandaríkjunum ekki hentugt fyrir ræktun. (https://www.ers.usda.gov/data-products/major-land-uses.aspx).
  • Um það bil 86% af fóðri búfjár er ekki hentugt til manneldis og samanstendur af grasi svo og aukaafurðum sem falla til við ræktun sem annars myndu valda álagi á umhverfið. Nautgripir stuðla þannig að alheimsfæðuöryggi þar sem þeir þurfa aðeins 0,6 kg af fóðurpróteini sem annars mætti nota til manneldis til að framleiða 1 kg af dýrapróteini. Það hefur hærra líffræðilegt gildi og gerir það að verkum að nettó framlag til alþjóðlegrar manneldispróteinsframleiðslu verður meira (Mottet o.fl., 2017, 2018; FAO, 2018b).
  • Fyrir jórturdýr keppir aðeins 5% af fóðrinu beint við mannamat (aðallega korn og eitthvað sojabaunamjöl) (Mottet o.fl. 2018).
Árið 2013 hleypti alheims mjólkurgeirinn af stað rammaáætlun um sjálfbærni mjólkurafurða til að gera atvinnugreininni kleift að bæta og sýna fram á (með skýrslu) aðlögun og mótvægisframvinda hafi náðst með fyrir­byggjandi hætti. (www.dairysustainabilityframework.org). 
 
Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...