Raflínunefnd verður skipuð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Mynd / ál
Fréttir 20. nóvember 2025

Raflínunefnd verður skipuð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ákveðið að skipa raflínunefnd vegna framkvæmdar sem fengið hefur vinnuheitið Holtavörðuheiðarlína 1.

Nefndin er skipuð í samræmi við ákvæði í skipulagslögum frá árinu 2023. Samkvæmt því er ráðherra heimilt að skipa sérstaka raflínunefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa, kynna og afgreiða raflínuskipulag fyrir framkvæmd í flutningskerfi raforku sem nær til tveggja eða fleiri sveitarfélaga og afgreiða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir henni. Frá þessu er greint í svari ráðuneytisins við fyrirspurn.

Landsnet sendi ráðuneytinu beiðni í lok júní síðastliðinn um skipun raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Einn fulltrúi frá hverju sveitarfélagi sem um ræðir mun eiga sæti í nefndinni, auk fulltrúa umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra og fulltrúa félags- og húsnæðismálaráðherra. Síðastnefndi fulltrúinn verður formaður nefndarinnar. Ráðherra er heimilt að skipa umrædda nefnd að undangenginni beiðni frá aðila sem ber ábyrgð á framkvæmd í flutningskerfi raforku eða ef sveitarfélag leggur fram beiðni þess efnis.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdin við Holtavörðuheiðarlínu 1 muni ná til fjögurra sveitarfélaga, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Fyrirhuguð framkvæmd er 220kV loftlína sem áætlað er að liggi frá tengivirki í Hvalfirði að nýju tengivirki sem byggt verður á Holtavörðuheiði. Áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2027.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var greint frá því að sveitarfélög og hagsmunafélag landeigenda vegna Holtavörðuheiðarlínu 1 eru gagnrýnin á skipun raflínunefndar. Helst er það vegna þess að umrædd nefnd getur skert skipulagsvald sveitarfélaga.

Skylt efni: raflínur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...