Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðsstjóra í Fjarðabyggð.
Fjórir sóttu um stöðuna. Ingvar tekur formlega við starfinu 1. febrúar 2025. „Starfið leggst mjög vel í mig og ég er spenntur að hefja störf,“ segir Ingvar, sem hefur mikla reynslu af starfi slökkviliðsmanns og sjúkraflutningamanns þegar hann vann við þau störf á Suðurnesjum, m.a. hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli og hjá Brunavörnum Suðurnesja.