Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. mars 2015

Ráðherra kallar eftir umræðu um gagnkvæma niðurfellingu tolla á kindakjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra ræddi m.a. tollamál í ávarpi sínu á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í dag. Sagði hann að kjötframleiðslan hér á landi sé fyllilega samkeppnishæf við það sem gerist í nágrannalöndunum. Síðan sagði ráðherra:

„Þá kemur sú spurning upp í hugann hvort Ísland eigi að semja um gagnkvæma niðurfellingu tolla á kindakjöti, til dæmis við ESB. Ég hef ekki mótað mér afstöðu í þessu máli, en við og þið þurfum  að hafa þor og kjark til að taka þessa umræðu. Ég minni á að ekki kemur til greina af Íslands hálfu að fella niður tolla einhliða. Slíkt gerist eingöngu með gagnkvæmum samningum.

Íslenskur matur hefur góða ímynd og fyrir hann fæst gott verð á erlendum mörkuðum. Ég tel að framtíðarhagsmunir íslenskra sauðfjárbænda séu best tryggðir með útflutningi. Íslenski markaðurinn, þótt hann stækki nokkuð ár frá ári, mun ekki geta tekið við öllu því sem æskilegt er að framleiða og hægt að framleiða,“ sagði Sigurður Ingi. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...