Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. mars 2015

Ráðherra kallar eftir umræðu um gagnkvæma niðurfellingu tolla á kindakjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra ræddi m.a. tollamál í ávarpi sínu á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í dag. Sagði hann að kjötframleiðslan hér á landi sé fyllilega samkeppnishæf við það sem gerist í nágrannalöndunum. Síðan sagði ráðherra:

„Þá kemur sú spurning upp í hugann hvort Ísland eigi að semja um gagnkvæma niðurfellingu tolla á kindakjöti, til dæmis við ESB. Ég hef ekki mótað mér afstöðu í þessu máli, en við og þið þurfum  að hafa þor og kjark til að taka þessa umræðu. Ég minni á að ekki kemur til greina af Íslands hálfu að fella niður tolla einhliða. Slíkt gerist eingöngu með gagnkvæmum samningum.

Íslenskur matur hefur góða ímynd og fyrir hann fæst gott verð á erlendum mörkuðum. Ég tel að framtíðarhagsmunir íslenskra sauðfjárbænda séu best tryggðir með útflutningi. Íslenski markaðurinn, þótt hann stækki nokkuð ár frá ári, mun ekki geta tekið við öllu því sem æskilegt er að framleiða og hægt að framleiða,“ sagði Sigurður Ingi. 

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...