Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. mars 2015

Ráðherra kallar eftir umræðu um gagnkvæma niðurfellingu tolla á kindakjöti

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra ræddi m.a. tollamál í ávarpi sínu á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda í dag. Sagði hann að kjötframleiðslan hér á landi sé fyllilega samkeppnishæf við það sem gerist í nágrannalöndunum. Síðan sagði ráðherra:

„Þá kemur sú spurning upp í hugann hvort Ísland eigi að semja um gagnkvæma niðurfellingu tolla á kindakjöti, til dæmis við ESB. Ég hef ekki mótað mér afstöðu í þessu máli, en við og þið þurfum  að hafa þor og kjark til að taka þessa umræðu. Ég minni á að ekki kemur til greina af Íslands hálfu að fella niður tolla einhliða. Slíkt gerist eingöngu með gagnkvæmum samningum.

Íslenskur matur hefur góða ímynd og fyrir hann fæst gott verð á erlendum mörkuðum. Ég tel að framtíðarhagsmunir íslenskra sauðfjárbænda séu best tryggðir með útflutningi. Íslenski markaðurinn, þótt hann stækki nokkuð ár frá ári, mun ekki geta tekið við öllu því sem æskilegt er að framleiða og hægt að framleiða,“ sagði Sigurður Ingi. 

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...