Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Handhafar Icelandic Lamb Award of Excellence árið 2017 voru Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu, Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy, Fræðasetur um forystufé og hönnunarmerkið WETLAND.
Handhafar Icelandic Lamb Award of Excellence árið 2017 voru Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu, Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy, Fræðasetur um forystufé og hönnunarmerkið WETLAND.
Mynd / Geirix
Fréttir 14. desember 2017

Prjónakerling, gærukollur, Fræðasetur um forystufé og Wetland hlutu verðlaun

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, afhenti þriðjudaginn 12. desember viðurkenninguna Icelandic Lamb Award of Excellence 2017. Eru verðlaunin til þeirra sem hafa skarað fram úr í í handverki og hönnun úr sauðfjárafurðum.
 
Við athöfn í listamiðstöðinni Mengi í Reykjavík hlutu fjórir viðurkenningar, en þeir eru:
  • Hélène Magnússon fyrir Prjónakerlingu. 
  • Sigurður Már Helgason fyrir gærukollinn Fuzzy. 
  • Fræðasetur um forystufé.
  • Hönnunarmerkið WETLAND.
Viðurkenningin er veitt af markaðsstofunni Icelandic lamb og er þetta í fyrsta sinn sem þessi viðurkenning er veitt fyrir handverk og hönnun úr íslenskum sauðfjárafurðum, en fyrr á þessu ári voru veittar sambærilegar viðurkenningar til veitingastaða. Framvegis verður þetta árviss viðburður.
 
Markmið að auka skilning á gæðum hráefnisins
 
Í tilkynningu frá Iclandic lamb kemur fram að meginmarkmið viðurkenningarinnar sé að auka skilning og þekkingu á gæðum hráefnisins, vekja almenna athygli á möguleikum þess í hönnun og vinnslu undir merkjum Icelandic Lamb. Einnig að veita samstarfsaðilum verðlaun fyrir vel unnin störf. 
 
Markaðsstofan Icelandic Lamb er í samstarfi með um 150 innlendum aðilum; veitingastöðum, verslunum, framleiðendum, afurðastöðvum, listamönnum og hönnuðum. 
 
„Samstarfið er mjög mikilvægt til að auka verðmætasköpun úr íslenskum sauðfjárafurðum. Þeim er veitt viðurkenning er þykja hafa skarað fram úr. Þetta er hugsað sem hvatning til frekari verðmætasköpunar, nýsköpunar og vöruþróunar á íslenskum sauðfjárafurðum. 
 
Fimm manna dómnefnd valdi handhafa viðurkenninganna að þessu sinni. Í henni sátu Emma Eyþórsdóttir, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, Rúna Thors, fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands, Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic lamb, og Ninja Ómarsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic lamb,“ segir í tilkynningunni. 
 
Helstu verkefni Icelandic lamb snúa að markaðssetningu til erlendra ferðamanna á Íslandi og inn á sérvalda markaði í útlöndum. Þetta er meðal annars gert með öflugri verðlaunaherferð á samfélagsmiðlum og samstarfi við um 150 aðila í veitingarekstri, verslun, hönnun og fleiru. Tilgangurinn er að stuðla að því að íslenskum sauðfjárafurðum sé skapaður veglegur sess með sérstöku merki til að auðkenna íslenskar sauðfjárafurðir með tilvísun til uppruna, gæða, hreinleika og sérstöðu. 
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...