Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki ársins 2024.

Pólar Hestar eru á bænum Grýtubakka II í Grýtubakkahreppi. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá 1985 og býður upp á langar og stuttar hestaferðir um Höfðahverfi, Látraströnd og austur í Þingeyjarsýslu.

Í umsögn Markaðsstofu Norðurlands um Pólar hesta kemur m.a. fram að fyrirtækið bjóði upp á hestaferðir allan ársins hring og leggi áherslu á persónuleg samskipti og góða tengingu við sína gesti til að tryggja að þeirra upplifun verði sem allra best. Þau atriði skipti höfuðmáli þegar kemur að þróun áfangastaðarins Norðurlands og eiga sinn þátt í því að stuðla að minni árstíðarsveiflu þegar boðið er upp á afþreyingu sem innlendar og erlendar ferðaskrifstofur geta boðið upp á í sínum vetrarferðum.

Á meðfylgjandi mynd eru þau Stefán Kristjánsson og Juliane Brigitte Kauertz, eigendur fyrirtækisins, með viðurkenninguna og blóm, ásamt Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands og Halldóri Óla Kjartanssyni frá markaðsstofunni. Lengst til vinstri er svo Katrín Harðardóttir, sem er einnig starfsmaður markaðsstofunnar. Hjá Pólar hestum eru oftast yfir 100 hestar á járnum og hestar við allra hæfi.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...