Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast, hefur safnast í sjónum.
Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast, hefur safnast í sjónum.
Fréttir 5. janúar 2021

Plast í hafinu gæti að óbreyttu þrefaldast fyrir 2040

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Reiknað er með að plastrusl sem endar í hafinu  á hverju ári muni nær þrefaldast fram til 2040 verði ekki ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við plastmenguninni. Þannig yrðu um 29 milljónir tonna sem enduðu í hafinu á hverju ári samkvæmt grein sem Laura Parker ritaði í National Geographic á síðasliðnu sumri.

Þetta er niðurstaða tveggja ára rannsóknarverkefnis sem lýsir þeim misbresti sem átt hefur sér stað í herferðinni til að hemja plastmengun um allan heim. Það er þrátt fyrir metnaðarfulla áætlun um að draga úr því mikla flæði af plasti sem hent er í hafið.

Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast hefur safnast í sjónum. Besta ágiskunin var gerð árið 2015, þar sem áætlað var að um 150 milljónir tonna af plasti væru fljótandi um heimshöfin. Miðað við að hlutirnir haldist óbreyttir áætlar rannsóknin að uppsöfnun verði 600 milljónir tonna fram til ársins 2040. 

Rannsóknarverkefnið var unnið af Pew Charitable Trusts og SYSTEMIQ, Ltd., London. Í raun kallar það á heildstæða endurskoðun á plastiðnaði í heiminum þar sem meira er hugað að endrunýtingu og sjálfbærri hringrás á plasti í hagkerfinu. Sérfræðingar Pew segja að árlegt flæði plastúrgangs í hafið gæti minnkað um 80 prósent á næstu tveimur áratugum með því að nýta þá tækni sem fyrir hendi er í dag.  

Kostnaður við uppstokkun á ferlinu og minni notkun á einnota plasti nemur um 600 milljörðum dollara. Það er samt 70 milljörðum dala ódýrara en að halda áfram næstu tvo áratugi eins og ekkert hafi í skorist. „Kerfisvæn vandamál krefjast einfaldlega breytinga á kerfinu,“ segir í skýrslu Pew. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...