Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast, hefur safnast í sjónum.
Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast, hefur safnast í sjónum.
Fréttir 5. janúar 2021

Plast í hafinu gæti að óbreyttu þrefaldast fyrir 2040

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Reiknað er með að plastrusl sem endar í hafinu  á hverju ári muni nær þrefaldast fram til 2040 verði ekki ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við plastmenguninni. Þannig yrðu um 29 milljónir tonna sem enduðu í hafinu á hverju ári samkvæmt grein sem Laura Parker ritaði í National Geographic á síðasliðnu sumri.

Þetta er niðurstaða tveggja ára rannsóknarverkefnis sem lýsir þeim misbresti sem átt hefur sér stað í herferðinni til að hemja plastmengun um allan heim. Það er þrátt fyrir metnaðarfulla áætlun um að draga úr því mikla flæði af plasti sem hent er í hafið.

Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast hefur safnast í sjónum. Besta ágiskunin var gerð árið 2015, þar sem áætlað var að um 150 milljónir tonna af plasti væru fljótandi um heimshöfin. Miðað við að hlutirnir haldist óbreyttir áætlar rannsóknin að uppsöfnun verði 600 milljónir tonna fram til ársins 2040. 

Rannsóknarverkefnið var unnið af Pew Charitable Trusts og SYSTEMIQ, Ltd., London. Í raun kallar það á heildstæða endurskoðun á plastiðnaði í heiminum þar sem meira er hugað að endrunýtingu og sjálfbærri hringrás á plasti í hagkerfinu. Sérfræðingar Pew segja að árlegt flæði plastúrgangs í hafið gæti minnkað um 80 prósent á næstu tveimur áratugum með því að nýta þá tækni sem fyrir hendi er í dag.  

Kostnaður við uppstokkun á ferlinu og minni notkun á einnota plasti nemur um 600 milljörðum dollara. Það er samt 70 milljörðum dala ódýrara en að halda áfram næstu tvo áratugi eins og ekkert hafi í skorist. „Kerfisvæn vandamál krefjast einfaldlega breytinga á kerfinu,“ segir í skýrslu Pew. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...