Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast, hefur safnast í sjónum.
Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast, hefur safnast í sjónum.
Fréttir 5. janúar 2021

Plast í hafinu gæti að óbreyttu þrefaldast fyrir 2040

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Reiknað er með að plastrusl sem endar í hafinu  á hverju ári muni nær þrefaldast fram til 2040 verði ekki ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við plastmenguninni. Þannig yrðu um 29 milljónir tonna sem enduðu í hafinu á hverju ári samkvæmt grein sem Laura Parker ritaði í National Geographic á síðasliðnu sumri.

Þetta er niðurstaða tveggja ára rannsóknarverkefnis sem lýsir þeim misbresti sem átt hefur sér stað í herferðinni til að hemja plastmengun um allan heim. Það er þrátt fyrir metnaðarfulla áætlun um að draga úr því mikla flæði af plasti sem hent er í hafið.

Enginn veit fyrir víst hversu mikið plast hefur safnast í sjónum. Besta ágiskunin var gerð árið 2015, þar sem áætlað var að um 150 milljónir tonna af plasti væru fljótandi um heimshöfin. Miðað við að hlutirnir haldist óbreyttir áætlar rannsóknin að uppsöfnun verði 600 milljónir tonna fram til ársins 2040. 

Rannsóknarverkefnið var unnið af Pew Charitable Trusts og SYSTEMIQ, Ltd., London. Í raun kallar það á heildstæða endurskoðun á plastiðnaði í heiminum þar sem meira er hugað að endrunýtingu og sjálfbærri hringrás á plasti í hagkerfinu. Sérfræðingar Pew segja að árlegt flæði plastúrgangs í hafið gæti minnkað um 80 prósent á næstu tveimur áratugum með því að nýta þá tækni sem fyrir hendi er í dag.  

Kostnaður við uppstokkun á ferlinu og minni notkun á einnota plasti nemur um 600 milljörðum dollara. Það er samt 70 milljörðum dala ódýrara en að halda áfram næstu tvo áratugi eins og ekkert hafi í skorist. „Kerfisvæn vandamál krefjast einfaldlega breytinga á kerfinu,“ segir í skýrslu Pew. 

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...