Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Plast í hafinu drepur seiði
Fréttir 6. júlí 2016

Plast í hafinu drepur seiði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umræða um plast í hafi verður háværari á hverju ári. Mengun af plasti er svo mikil að það er farið að hafa veruleg áhrif á vistkerfi hafsins og lífverurnar í því. Nýlegar rannsóknir benda til að seiði drepist í stórum stíl eftir að hafa étið litlar plastagnir sem eru á floti um allan sjó.

Örsmáar plastagnir, sem eru á floti um allan sjó, eru farnar að hafa verulega slæm áhrif á viðkomu fjölda fisktegunda þar sem seiði þeirra gleypa agnirnar sem fæðu.

Plastið sem um ræðir kemur að mestu frá iðnaði en bent hefur verið á að færst hafi í aukana að örsmáum plastögnum sé  bætt í snyrtivörur eins og húðsnyrtikrem og tannkrem. Þær agnir berast auðveldlega til sjávar með frárennslisvatni.

Dregur úr vexti

Nokkur ár tekur fyrir plast sem lendir í hafinu að brotna niður og á þeim tíma geta sömu agnirnar orðið fjölda fiska að bana. Plast og plastagnir hafa einnig fundist í fullvöxnum fiskum, sjófuglum og hvölum. Dýrin gleypa plastið en ráða ekki við að melta það og í mörgum tilfellum safnast það upp í meltingarvegi þeirra með þeim afleiðingum að þau drepast að lokum.

Nýlegar rannsóknir sýna að það dregur verulega úr vexti seiða sem gleypa plastagnirnar og lifa það af. Einnig er talið að plastátið geti haft áhrif á hegðunarmunstur seiðanna og þannig dregið úr lífslíkum þeirra.

Kannanir benda til að seiði aborra éti frekar plastagnir en sjávarörverur sem eru þeirra náttúrulega fæða. Eins er þetta í fyrsta sinn sem sýnt er fram á að seiði fiska leggi sér frekar gerviefni til munns en náttúrulega fæðu.

Sömu kannanir sýna að frjósemi og klak er minna hjá fiskum sem lifa þar sem mikið er um plastagnir í umhverfinu.

Safnast saman við strendur

Plastagnir í sjó safnast oft saman við grunnar strendur skammt frá þeim stöðum þar sem skólp- og frárennslislagnir losa sig út í sjó.

Bent hefur verið á að þar sem plast er lengi að leysast upp hafi það langvarandi og víðtæk áhrif á lífverurnar sem það kemst í snertingu við. Einnig hefur verið bent á að markaður fyrir fisk sem veiddur er á hafsvæðum þar sem mikið er um plast mun örugglega dragast saman á næstu árum.

Skylt efni: mengun | hafið

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...