Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Plast í hafinu drepur seiði
Fréttir 6. júlí 2016

Plast í hafinu drepur seiði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umræða um plast í hafi verður háværari á hverju ári. Mengun af plasti er svo mikil að það er farið að hafa veruleg áhrif á vistkerfi hafsins og lífverurnar í því. Nýlegar rannsóknir benda til að seiði drepist í stórum stíl eftir að hafa étið litlar plastagnir sem eru á floti um allan sjó.

Örsmáar plastagnir, sem eru á floti um allan sjó, eru farnar að hafa verulega slæm áhrif á viðkomu fjölda fisktegunda þar sem seiði þeirra gleypa agnirnar sem fæðu.

Plastið sem um ræðir kemur að mestu frá iðnaði en bent hefur verið á að færst hafi í aukana að örsmáum plastögnum sé  bætt í snyrtivörur eins og húðsnyrtikrem og tannkrem. Þær agnir berast auðveldlega til sjávar með frárennslisvatni.

Dregur úr vexti

Nokkur ár tekur fyrir plast sem lendir í hafinu að brotna niður og á þeim tíma geta sömu agnirnar orðið fjölda fiska að bana. Plast og plastagnir hafa einnig fundist í fullvöxnum fiskum, sjófuglum og hvölum. Dýrin gleypa plastið en ráða ekki við að melta það og í mörgum tilfellum safnast það upp í meltingarvegi þeirra með þeim afleiðingum að þau drepast að lokum.

Nýlegar rannsóknir sýna að það dregur verulega úr vexti seiða sem gleypa plastagnirnar og lifa það af. Einnig er talið að plastátið geti haft áhrif á hegðunarmunstur seiðanna og þannig dregið úr lífslíkum þeirra.

Kannanir benda til að seiði aborra éti frekar plastagnir en sjávarörverur sem eru þeirra náttúrulega fæða. Eins er þetta í fyrsta sinn sem sýnt er fram á að seiði fiska leggi sér frekar gerviefni til munns en náttúrulega fæðu.

Sömu kannanir sýna að frjósemi og klak er minna hjá fiskum sem lifa þar sem mikið er um plastagnir í umhverfinu.

Safnast saman við strendur

Plastagnir í sjó safnast oft saman við grunnar strendur skammt frá þeim stöðum þar sem skólp- og frárennslislagnir losa sig út í sjó.

Bent hefur verið á að þar sem plast er lengi að leysast upp hafi það langvarandi og víðtæk áhrif á lífverurnar sem það kemst í snertingu við. Einnig hefur verið bent á að markaður fyrir fisk sem veiddur er á hafsvæðum þar sem mikið er um plast mun örugglega dragast saman á næstu árum.

Skylt efni: mengun | hafið

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...