Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Pandabirnan Basi er látin
Fréttir 2. október 2017

Pandabirnan Basi er látin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Elsta pandabirna í dýragarði er dáin. Basi, eins og birnan var kölluð, var á 38. ári og fékk hægt andlát.

Basi eyddi stórum hluta ævinnar í dýragarði í Fuzhou í Suðaustur-Kína og var hún sú pandabirna í heiminum sem náð hefur hæsta aldri sem vitað er um.

Pandabirnir eru alfriðaðir og undir ströngu eftirliti hvort sem það er í dýragörðum eða úti í náttúrunni og hefur eftirlitið orðið til þess að þeir eru ekki lengur taldir í útrýmingarhættu.

Basi var nefnd í höfuðið á dalnum sem hún bjó í ásamt fjölskyldu sinni til fimm ára aldurs en eftir það dvaldi hún í dýragarðinum í Fuzhou. Hún var fyrirmyndin að verndardýri Asíuleikanna 1990.

Starfsfólk dýragarðsins segist vera slegið yfir láti Basi. „Hún var okkur öllum kær, engill í umgengni og mikil vinkona. Basi mun búa áfram í hjarta okkar.“

Skylt efni: Pand | Basi

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...