Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fjaðraður flugdólgur.
Fjaðraður flugdólgur.
Fréttir 14. febrúar 2018

Páfuglinn Dexter fékk ekki að fara um borð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Konu nokkurri var meinað um að hafa gælupáfuglinn sinn með um borð í flugvél United Airlines fyrir skömmu. Í innanlandsflugi í Bandaríkjunum hafa flug­hræddir haft leyfi til að hafa með sér stuðnings­gælu­dýr til andlegs stuðnings.

United flug­félagið taldi að eigandi fullvax­ins páfugls hefði farið yfir strikið þegar konan sem á fuglinn mætti með hann til innritunar í flug og bannaði henni að hafa fuglinn með sér um borð.

Aðdragandi málsins er að farþegar sem þurfa blindrahunda mega hafa með sér hundana í innanlandsflugi í Bandaríkjunum sér til stuðnings. Einnig hefur fólk sem þjáist af flughræðslu fengið að hafa með sér stuðningsgæludýr í innanlandsflugi.

76.000 stuðningsdýr á ári

Gríðarleg aukning hefur orðið í að fólk vilji hafa með sér stuðningsdýr í flug og á síðast ári voru 76 þúsund dæmi skráð um slíkt en 46 þúsund árið 2016. Stuðningsdýrin sem flugfarþegar hafa haft með sér í flug til þessa eru margs konar, hundar, kettir, skjaldbökur, grísir og endur.

Að sögn talsmanns United var konunni þrisvar sinnum greint frá því áður en hún kom að innritunarborðinu að hún fengi ekki að fara með fuglinn um borð þrátt fyrir að hún hafi keypt fyrir hann flugsæti.

Konan beitti fyrir sig þeim rökum að hún treysti sér ekki til að fljúga án þess að hafa páfuglinn Dexter sér við hlið. Að lokum var rökum konunnar hafnað á þeim forsendum að páfuglinn væri of stór og ómeðfærilegur til að vera í farþegarýminu.

Nauðsynlegt að endurskoða reglurnar

Talsmaður United segir nauðsynlegt að endurskoða reglurnar um stuðningsdýr í flugvélum. Til dæmis að tryggja að þau séu heilbrigð og sérþjálfuð til stuðnings.

Eigandi páfuglsins neitaði að fara í flugið án Dexters og segir sagan að konan hafi fengið sér bílaleigubíl og keyrt þvert yfir Bandaríkin til að komast í sumarfrí.

Skylt efni: flug | Fuglar

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...