Þröstur Heiðar Erlingsson, hér heima í kjötvinnslunni í Birkihlíð, er í aðgerðahópi bænda sem hyggjast slátra heima samkvæmt nýrri reglugerð.
Þröstur Heiðar Erlingsson, hér heima í kjötvinnslunni í Birkihlíð, er í aðgerðahópi bænda sem hyggjast slátra heima samkvæmt nýrri reglugerð.
Fréttir 11. júní 2021

Opið fyrir umsóknir um rekstur lítilla sauðfjár- og geitasláturhúsa

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um rekstur lítilla sauðfjár- og geita­sláturhúsa í þjónustugátt sinni, samkvæmt reglugerð sem gefin var út 6. maí og heimilar slíkan rekstur.


Matvælastofnun hafði áður gefið út leiðbeiningar um slátrun í litlum geita- og sauðfjársláturhúsum, sem eiga að auðvelda þeim sem reka slík sláturhús að starfa eftir reglugerðinni.


Í kjölfarið heyrðust gagnrýnis­raddir úr aðgerðahópi bænda á endanlega mynd reglugerðarinnar, en hópurinn starfaði með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vinnu við mótun hennar. Þeir telja að hún sé tyrfin og sé samin fyrir markaðssetningu á Evrópska efnahagssvæðinu en ekki sérstaklega fyrir heimamarkað eins og til stóð.

Sníða af mögulega vankanta

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur nú sett á fót samráðs­teymi til að tryggja sem besta fram­kvæmd reglu­gerðarinnar. Teymið er sett saman af fulltrúum ráðuneytisins og Matvæla­stofnunar.


„Hlutverk teymisins er að fylgja eftir og tryggja nauðsynlega yfirsýn á þessu fyrsta ári verkefnisins á grunni þeirrar reglugerðar sem ráðu­neytið hefur gefið út og leiðbeininga sem Matvælastofnun hefur birt. Í þessu felst m.a. að ræða stöðu umsókna um starfsleyfi hjá Matvælastofnun, sjá til þess að fyrirspurnum og umsóknum bænda verði svarað eins vel og skjótt og kostur er, tryggja að bændum standi til boða sú dýralæknaþjónusta sem regluverkið áskilur auk þess að ræða mögulega vankanta sem nauðsynlegt reynist að sníða af reglugerðinni eða af leiðbeiningabæklingnum,“ segir í bréfi ráðuneytisins til félaga í aðgerðahópnum.

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti
Fréttir 21. júní 2021

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti

Íslenskt gæðanaut er nýtt merki sem Landssamband kúabænda hefur verið að vinna a...

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátr...

Stærsta svínabú heims byggt í Kína
Fréttir 16. júní 2021

Stærsta svínabú heims byggt í Kína

Í Kína er nú verið að byggja stærsta svínabú heims en það mun framleiða árlega 2...

Síðustu fundir Ræktum Ísland!
Fréttir 15. júní 2021

Síðustu fundir Ræktum Ísland!

Á síðustu vikum hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt verkefnisstjóru...

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun
Fréttir 14. júní 2021

Efla samstarf um ráðstöfun endurvinnsluefna og úrgangsstjórnun

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Pure North Recycling, Bændasam...

Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris er 40,4 milljarðar króna
Fréttir 14. júní 2021

Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris er 40,4 milljarðar króna

Á ársfundi Lífeyrissjóðs bænda fyrir árið 2020, sem var haldinn fyrir skömmu, ko...

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands
Fréttir 11. júní 2021

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið dagana 7. júlí – 11. júlí í Borgarnesi....

Safna gögnum til að auka arðsemi í sauðfjárbúskap
Fréttir 11. júní 2021

Safna gögnum til að auka arðsemi í sauðfjárbúskap

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sauðfjárbændur og atvinnuvegaráðuneytið hafa ge...