Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þröstur Heiðar Erlingsson, hér heima í kjötvinnslunni í Birkihlíð, er í aðgerðahópi bænda sem hyggjast slátra heima samkvæmt nýrri reglugerð.
Þröstur Heiðar Erlingsson, hér heima í kjötvinnslunni í Birkihlíð, er í aðgerðahópi bænda sem hyggjast slátra heima samkvæmt nýrri reglugerð.
Fréttir 11. júní 2021

Opið fyrir umsóknir um rekstur lítilla sauðfjár- og geitasláturhúsa

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um rekstur lítilla sauðfjár- og geita­sláturhúsa í þjónustugátt sinni, samkvæmt reglugerð sem gefin var út 6. maí og heimilar slíkan rekstur.


Matvælastofnun hafði áður gefið út leiðbeiningar um slátrun í litlum geita- og sauðfjársláturhúsum, sem eiga að auðvelda þeim sem reka slík sláturhús að starfa eftir reglugerðinni.


Í kjölfarið heyrðust gagnrýnis­raddir úr aðgerðahópi bænda á endanlega mynd reglugerðarinnar, en hópurinn starfaði með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vinnu við mótun hennar. Þeir telja að hún sé tyrfin og sé samin fyrir markaðssetningu á Evrópska efnahagssvæðinu en ekki sérstaklega fyrir heimamarkað eins og til stóð.

Sníða af mögulega vankanta

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur nú sett á fót samráðs­teymi til að tryggja sem besta fram­kvæmd reglu­gerðarinnar. Teymið er sett saman af fulltrúum ráðuneytisins og Matvæla­stofnunar.


„Hlutverk teymisins er að fylgja eftir og tryggja nauðsynlega yfirsýn á þessu fyrsta ári verkefnisins á grunni þeirrar reglugerðar sem ráðu­neytið hefur gefið út og leiðbeininga sem Matvælastofnun hefur birt. Í þessu felst m.a. að ræða stöðu umsókna um starfsleyfi hjá Matvælastofnun, sjá til þess að fyrirspurnum og umsóknum bænda verði svarað eins vel og skjótt og kostur er, tryggja að bændum standi til boða sú dýralæknaþjónusta sem regluverkið áskilur auk þess að ræða mögulega vankanta sem nauðsynlegt reynist að sníða af reglugerðinni eða af leiðbeiningabæklingnum,“ segir í bréfi ráðuneytisins til félaga í aðgerðahópnum.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.