Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þröstur Heiðar Erlingsson, hér heima í kjötvinnslunni í Birkihlíð, er í aðgerðahópi bænda sem hyggjast slátra heima samkvæmt nýrri reglugerð.
Þröstur Heiðar Erlingsson, hér heima í kjötvinnslunni í Birkihlíð, er í aðgerðahópi bænda sem hyggjast slátra heima samkvæmt nýrri reglugerð.
Fréttir 11. júní 2021

Opið fyrir umsóknir um rekstur lítilla sauðfjár- og geitasláturhúsa

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um rekstur lítilla sauðfjár- og geita­sláturhúsa í þjónustugátt sinni, samkvæmt reglugerð sem gefin var út 6. maí og heimilar slíkan rekstur.


Matvælastofnun hafði áður gefið út leiðbeiningar um slátrun í litlum geita- og sauðfjársláturhúsum, sem eiga að auðvelda þeim sem reka slík sláturhús að starfa eftir reglugerðinni.


Í kjölfarið heyrðust gagnrýnis­raddir úr aðgerðahópi bænda á endanlega mynd reglugerðarinnar, en hópurinn starfaði með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vinnu við mótun hennar. Þeir telja að hún sé tyrfin og sé samin fyrir markaðssetningu á Evrópska efnahagssvæðinu en ekki sérstaklega fyrir heimamarkað eins og til stóð.

Sníða af mögulega vankanta

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur nú sett á fót samráðs­teymi til að tryggja sem besta fram­kvæmd reglu­gerðarinnar. Teymið er sett saman af fulltrúum ráðuneytisins og Matvæla­stofnunar.


„Hlutverk teymisins er að fylgja eftir og tryggja nauðsynlega yfirsýn á þessu fyrsta ári verkefnisins á grunni þeirrar reglugerðar sem ráðu­neytið hefur gefið út og leiðbeininga sem Matvælastofnun hefur birt. Í þessu felst m.a. að ræða stöðu umsókna um starfsleyfi hjá Matvælastofnun, sjá til þess að fyrirspurnum og umsóknum bænda verði svarað eins vel og skjótt og kostur er, tryggja að bændum standi til boða sú dýralæknaþjónusta sem regluverkið áskilur auk þess að ræða mögulega vankanta sem nauðsynlegt reynist að sníða af reglugerðinni eða af leiðbeiningabæklingnum,“ segir í bréfi ráðuneytisins til félaga í aðgerðahópnum.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...