Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Margrét Runólfsdóttir og Guð­mundur Sigurhansson á Icelandair hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu.
Margrét Runólfsdóttir og Guð­mundur Sigurhansson á Icelandair hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu.
Mynd / Guðjón Hugberg
Fréttir 10. janúar 2019

ON hraðhleðsla á Flúðum liður í bættri þjónustu við ferðamenn

Það ríkti mikil tilhlökkun síðastliðinn föstudag þegar þau Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir á Icelandair hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu. 
 
Hlaðan stendur við Icelandair hótelið og blasir við um leið og komið er inn í bæinn. Það eru hjónin Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir sem eiga og reka hótelið og hafa gert síðan 2001.
„Við lítum fyrst og fremst á ON-hlöðuna sem bætta þjónustu við ferðamenn sem heimsækja svæðið, jú og auðvitað við íbúa hér í hreppnum og nærsveitum,“ segir Guðmundur.
 
„Hlaðan á Flúðum er búin hraðhleðslum af tvennum toga og hefðbundinni hleðslu. Hrunamannahreppur leggur mikla áherslu á eflingu umhverfismála og einn liður í þeirri vegferð er að ferðafólk eigi nú betur með að ferðast á vistvænum bílum um svæðið sem er í takti við sýn heimamanna,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.  
 
„Hér er margt að skoða og gríðarlega stór hluti ferðamanna á leið hér um. Það er sjálfsagt mál og ekki síst samfélagsleg ábyrgð okkar að bjóða upp á öfluga hleðslu fyrir þá sem huga að umhverfinu,“ segir Margrét. Hlaðan á Flúðum er sú 47. í röðinni, en eitt af markmiðum Orku náttúrunnar er að rafbílaeigendur geti ekið áhyggjulausir um landið, vitandi hvar næstu ON hlöðu er að finna. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...