Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Margrét Runólfsdóttir og Guð­mundur Sigurhansson á Icelandair hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu.
Margrét Runólfsdóttir og Guð­mundur Sigurhansson á Icelandair hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu.
Mynd / Guðjón Hugberg
Fréttir 10. janúar 2019

ON hraðhleðsla á Flúðum liður í bættri þjónustu við ferðamenn

Það ríkti mikil tilhlökkun síðastliðinn föstudag þegar þau Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir á Icelandair hóteli opnuðu fyrstu ON-hlöðuna á Flúðum með því að hlaða Hyundai Kona EV, fyrsta rafknúna smájeppann í Evrópu. 
 
Hlaðan stendur við Icelandair hótelið og blasir við um leið og komið er inn í bæinn. Það eru hjónin Guðmundur Sigurhansson og Margrét Runólfsdóttir sem eiga og reka hótelið og hafa gert síðan 2001.
„Við lítum fyrst og fremst á ON-hlöðuna sem bætta þjónustu við ferðamenn sem heimsækja svæðið, jú og auðvitað við íbúa hér í hreppnum og nærsveitum,“ segir Guðmundur.
 
„Hlaðan á Flúðum er búin hraðhleðslum af tvennum toga og hefðbundinni hleðslu. Hrunamannahreppur leggur mikla áherslu á eflingu umhverfismála og einn liður í þeirri vegferð er að ferðafólk eigi nú betur með að ferðast á vistvænum bílum um svæðið sem er í takti við sýn heimamanna,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.  
 
„Hér er margt að skoða og gríðarlega stór hluti ferðamanna á leið hér um. Það er sjálfsagt mál og ekki síst samfélagsleg ábyrgð okkar að bjóða upp á öfluga hleðslu fyrir þá sem huga að umhverfinu,“ segir Margrét. Hlaðan á Flúðum er sú 47. í röðinni, en eitt af markmiðum Orku náttúrunnar er að rafbílaeigendur geti ekið áhyggjulausir um landið, vitandi hvar næstu ON hlöðu er að finna. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...