Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ólöglegt að ráða sjálfboðaliða í efnahagslega starfsemi
Fréttir 18. maí 2016

Ólöglegt að ráða sjálfboðaliða í efnahagslega starfsemi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Undanfarin ár hefur það færst í aukana að atvinnurekendur á Íslandi hafi fengið til sín starfsfólk í sjálfboðastörf. Með sjálfboðaliðastörfum er átt við að ýmist eru engin laun greidd eða mögulega fæði, gisting og uppihald auk þess sem einhvers konar skemmtun/afþreying komi til móts við það vinnuframlag sem innt er af hendi.

Algengast er að um sé að ræða erlend ungmenni og að vinnan sé hluti af upplifuninni eða einhvers konar ævintýramennska. Gera verður skýran greinarmun á sjálfboðastörfum í efnahagslegri starfsemi annars vegar og sjálfboðaliðum í samfélagslegri vinnu hins vegar.

Sjálfboðavinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði (í hagnaðarskyni) og í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og stenst hvorki kjarasamninga né lög.

Erna Bjarnadóttir, forstöðumaður félagssviðs og hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir að undir þetta heyri störf við hvers konar rekstur. Sem dæmi má nefna vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og hestabúgörðum  auk alls konar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu.

Laun og önnur starfskjör slíkra starfa skulu ávallt vera skv. lágmarkskjörum viðkomandi starfsgreinar, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins hafa samið um, þar á meðal er kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Bændasamtaka Íslands.

Alltaf skal fylgja gildandi kjarasamningum, sem þýðir m.a. að gera á ráðningarsamning, greiða að minnsta kosti lágmarkslaun og gefa út launaseðil þar sem fram koma laun og önnur starfskjör og heimilaðir frádráttarliðir. Allt endurgjald fyrir vinnu skal síðan telja fram til skatts og skila hinu opinbera, stéttarfélögum og sjóðum því sem þeirra er. Erna segir að séu bændur í einhverjum vafa þá eigi ekki að hika við að leita ráðgjafar. Mikið af upplýsingum er t.d. að finna á vefsíðu Vinnumálastofnunar, Sjúkratrygginga Íslands, Starfs­greinasambandsins og fleiri aðila.

Mismunandi reglur gilda um fólk frá löndum innan og utan EES

Fólki frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES), Sviss og Færeyjum er frjálst að koma hingað til starfa og þurfa ekki dvalar- eða atvinnuleyfi. Þessi ríki eru: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Spánn, Slóvakía, Slóvenía, Stóra-Bretland, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland, Sviss og Færeyjar.

EES-borgarar skulu skrá lögheimili sitt hér á landi ef þeir ætla að starfa hér lengur en 3 mánuði eða vera í atvinnuleit lengur en 6 mánuði. Lengri dvöl án lögheimilisskráningar er óheimil og getur valdið brottvísun.

Skrá skal lögheimili á Íslandi innan 7 daga frá komu til landsins eða um leið og viðkomandi uppfyllir skilyrðin t.d. innan viku frá undirritun ráðningarsamnings en þó aldrei seinna en 6 mánuðum frá fyrstu komu. Einstaklingar þurfa sjálfir að sækja um lögheimilisskráningu og varanlega kennitölu og þurfa að sýna ráðningarsamning eða sýna fram á framfærslu á annan hátt. Réttindi, svo sem til sjúkratrygginga, miðast við þessa skráningu. Atvinnurekandi getur sótt um svokallaða utangarðskennitölu fyrir starfsmenn sína en hún er bara hugsuð til bráðabirgða, til þess að hægt sé að greiða laun og launatengd gjöld og veitir engin réttindi.

Erna segir að einstaklingar sem koma frá löndum utan EES þurfi skilyrðislaust að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi. Ráðlegast er að hafa samband við Vinnumálastofnun og spyrja hvernig á að standa að ráðningu starfsfólks frá löndum utan EES. Hún þarf að m.a. staðfesta að það sé í lagi að viðkomandi fái vinnu á Íslandi og veita atvinnuleyfi.  Viðkomandi einstaklingur þarf ennfremur að fá kennitölu. Gera skal ráðningarsamning.

Fólkið þarf að vera tryggt og það gerist með greiðslu tryggingagjalds af launum sem eiga að vera samkvæmt kjarasamningum. Þá kemst það inn í íslenska sjúkratryggingakerfið.

Fólk sem ekki er sjúkratryggt hérlendis, en þarf á heilbrigðisþjónustu að halda verður að greiða fullt verð fyrir.

Nánari upplýsingar er á finna á sjukra.is. Á heimasíðu Vinnumála­stofnunar (vinnumálastofnun.is) er ýmsar upplýsingar að finna um veitingu atvinnuleyfa en sömu skilyrði eiga ekki við í öllum tilfellum. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...