Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ólöglegt að borga ekki  sjálfboðaliðum laun
Fréttir 28. ágúst 2015

Ólöglegt að borga ekki sjálfboðaliðum laun

Höfundur: smh
Talsvert hefur borið á því á undanförnum árum að bændur og ferðaþjónustuaðilar fái til sín starfsfólk sem ekki þiggur laun fyrir störf sín, en fær fæði og húsnæði í staðinn. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Norðausturlandi, hefur vakið athygli á því á vef skrifstofu Stéttafélaganna (framsyn.is) að það standist ekki lög að þessu starfsfólki, sem oft er kallað sjálfboðaliðar, sé ekki greidd í það minnsta lágmarkslaun. 
 
Aðalsteinn Á. Baldursson.
„Ég fór yfir málin með lögfræðingi áður en ég skrifaði þetta inn á vefinn. Mér skilst að það sé talsvert um að þetta tíðkist. Við höfum mest orðið vör við þetta í ferðaþjónustunni og hjá bændum – en sjálfsagt nær þetta víða út í atvinnulífið. Fyrir utan þá hlið að þetta er beinlínis ólöglegt þá verður manni líka hugsað til þess hvernig svona fyrirkomulag skekkir samkeppnisstöðuna í atvinnulífinu; milli þeirra sem nota sjálfboðaliðsvinnuafl og hinna sem ekki gera það. Þar fyrir utan verður sá sem er með sjálfboðaliðana í vinnu að átta sig á því að ef eitthvað kemur upp á – svo sem slys – þá er hann skaðabótaskyldur. Það er það sem við erum að benda á í þessum pistli,“ segir Aðalsteinn. Hann bætir því við að hann hafi ákveðnar áhyggjur af því að þetta muni jafnvel færast í vöxt, samhliða vaxandi fjölda ferðamanna sem sækir Ísland heim. 
 
 
Allir sem taka þátt í efnahagslegri starfsemi
 
Í pistli Aðalsteins kemur fram að allir sem taki þátt í efnahagslegri starfssemi með vinnuframlagi í þjónustu annars aðila, eins og á bæjum eða í ferðaþjónustu,  séu launþegar og þeim beri að greiða laun. Að lágmarki laun samkvæmt 10. launaflokki kjarasamnings Bændasamtaka Íslands og Starfs­greinasambands Íslands og tryggja þeim þar með öll réttingi sem lög og kjarasamningar tilgreina. Þá beri bændum að meta nám sem nýtist starfsmönnum í starfi um allt að tvo launaflokka. Í þeim tilvikum þegar kostnaður vegna fæðis og húsnæðis er dreginn af launum starfsmanna, samkvæmt ákvæðum kjarasamnings, ber vinnuveitendum að uppfylla að starfsmannaaðstaða standist reglugerðir um aðbúnað og hollustu starfsmanna.
 
 
Þá segir í pisti Aðalsteins að vanræki bændur þessar skyldur séu þeir sjálfir ábyrgir gagnvart hinu opinbera. Mörg dæmi séu um það á almennum vinnumarkaði að litlir atvinnurekendur verði gjaldþrota vegna þeirra krafna sem á þá stofnast vegna óskráðs eða ranglega skráðs launafólks. 
 
Aðalsteinn telur að það sé ýmist vegna fáfræði eða þá að einfaldlega sé meðvitað verið að brjóta lög í þessum tilfellum sem um ræðir. „Við höfum alveg orðið vör við það að sumir vita upp á sig sökina og laga ekki það sem þeir eiga að laga. Við höfum þá einfaldlega látið skattayfirvöld vita og gefið þeim upplýsingar um þessa aðila. Þá eru þeir komnir á lista sem ekki er gott að vera á,“ segir hann. 

2 myndir:

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...