Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Davíð er nýútskrifaður kjötiðnaðarmaður og mundar hnífinn fagmannlega.
Davíð er nýútskrifaður kjötiðnaðarmaður og mundar hnífinn fagmannlega.
Fréttir 2. júlí 2024

Öl er innri kálfur

Höfundur: Bryndís Sigurðardóttir

Hún er heldur óvenjuleg kvöldgjöfin í Hvammi í Ölfusi og með sanni má segja að það sé fjör í fjósinu.

Davíð Clausen Pétursson, lambakóngur þeirra hjóna Charlottu Clausen og Péturs Benedikts Guðmundssonar, blandar bjórhrati í kjarnfóðrið og heimaræktaða byggið handa ungnautunum og síðustu þrjá mánuði fyrir slátrun fá gripirnir 2–5 lítra á dag af íslenskum bjór. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þetta ekki vera hefðbundin fóðrun til sveita.

Fyrirsæta á Hvammi.
Stenst íslenskt nautakjöt gæðakröfur?

Davíð, sem er fæddur árið 1997, er kvæntur Birtu Dögg S. Michelsen og eiga þau tvö börn. Davíð er búfræðingur og kjötiðnaðarmaður.

„Ég var að vinna á Heilsustofnun sumarið fyrir lokaárið mitt á Hvanneyri með kokki sem fullyrti að alls ekki væri hægt að treysta gæðum íslensks nautakjöts,“ segir Davíð og var hann að vonum sár og svekktur með þessar yfirlýsingar enda alinn upp á metnaðarfullu bændabýli sem hefur sýnt góðan árangur í sinni ræktun og framleiðslu. „Mér fannst þetta afleitt og tók þetta til mín, við eigum að geta framleitt framúrskarandi gott kjöt og það á að standast samanburð við innflutt kjöt, annað gengur bara ekki.“ Davíð lagðist í rannsóknir og hugmyndin af bjórdrykkju kálfa er að hluta byggð á framleiðslu japanska Wagyu kjötsins sem fyrir utan daglegt nudd eru gripirnir aldir að hluta til á bjór.

Útskriftarverkefni Davíðs á lokaári búfræðinámsins á Hvanneyri var svo samanburður á vexti ungnauta sem annars vegar voru fóðraðir með hefðbundnum hætti og hins vegar með viðbættum skammti af bjórhrati. Niðurstaða rannsóknarinnar var ekki óyggjandi en engu að síður var vísbending um að fallþungi væri meiri. „Vegna Covid lentum við í vandræðum með að klára rannsóknir með Matís því þetta snýst ekki bara um fallþunga heldur þurfa gæðin að standast kröfur og vera stöðug,“ segir Davíð en hann hefur tröllatrú á þessu nýstárlega fóðri.

„Ég sendi mjög mörgum matreiðslumönnum sýnishorn af kjöti og bað þá um að senda mér til baka mat á gæðum og fékk mjög góð viðbrögð.“

Hringrásarhagkerfi

En það var ekki bara kokkurinn á Heilsustofnun sem kveikti þennan áhuga hjá Davíð að þróa nýja fóðurgjöf fyrir nautgripina. „Ég var í verknámi á Seljavöllum hjá Eiríki Egilssyni og Elínu Oddleifsdóttur en þau nýta kartöflur í fóður og mér finnst að við ættum alltaf að hafa í huga endurnýtingu eða hringrásarhagkerfið og reyna að fullnýta allt sem fellur til,“ segir Davíð og bendir á að bjórhratið og bjórinn sem nýttur er í Hvammi væri úrgangur sem hefði þurft að farga með einum eða öðrum hætti.

Davíð segir að þau séu að ná mjög góðum árangri á búinu, fallþungi hefur aukist og það er ekki bara vegna bjórdrykkju og veisluhalda í fjósinu heldur fækkuðu þau í stíum. „Við höfum bara 5 gripi saman á svæði sem ætti að bera 6 en við sjáum að þeim líður miklu betur og heildarárangur verður meiri. Síðustu þrjá lífmánuði kálfanna er kornið látið liggja í bjór yfir nótt og síðan gefið og ef afgangur er af bjór er honum hellt yfir heyið. Okkur finnst að gripunum okkar líði vel og við getum yfirleitt gengið um stíurnar án vandamála, það er ró yfir þeim,“ segir þessi ungi bóndi og nýútskrifaði kjötiðnaðarmaður en Davíð er þessa dagana að æfa sig fyrir heimsmeistaramót kjötiðnaðarmanna sem haldið er í París í byrjun næsta árs.

Aðspurður segir Davíð að á Hvammi verði þessu haldið áfram, kjötið er gott og vinsælt, gripunum líður vel og þeir þyngjast bæði hratt og örugglega. Áhugasamir geta nælt sér í bita af kétinu hans Davíðs á matland.is.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum
Fréttir 16. október 2024

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og hún sögð stuðla...

Nýr yfirdýralæknir
Fréttir 16. október 2024

Nýr yfirdýralæknir

Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur verið skipuð í embætti yfirdýralæknis.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Með bjartsýni og gleði að vopni
18. október 2024

Með bjartsýni og gleði að vopni

Fjórir snillingar
21. október 2024

Fjórir snillingar

DeLaval til Bústólpa
21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Íslandsmót í rúningi
18. október 2024

Íslandsmót í rúningi