Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sífrerinn gefur eftir í takt við hlýnandi loftslag.
Sífrerinn gefur eftir í takt við hlýnandi loftslag.
Fréttir 18. júlí 2017

Ógnin eykst sem stafar af þiðnandi sífrera

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Norðurheimskautið hlýnar hratt sem veldur því að sífreri þiðnar. Sífreri (e. permafrost) er skilgreindur sem varanlega frosinn jarðvegur. Sífrera er að finna í jarðvegi út frá pólunum tveim og í fjallagörðum. Á norðurheimskautinu þekur sífreri um 23 milljón ferkílómetra eða um fjórðungur af norðurhveli jarðar en búist er við að syðri mörk hans færist mörg hundruð kílómetra til norðurs á þessari öld.
 
Þegar sífrerajörð þiðnar losnar kolefni úr jarðveginum út í andrúmsloftið. Nú er talið að allt að 67 milljarðar tonna af köfnunarefni sem hefur verið bundið í sífrera í þúsundir ára geti losnað sökum hlýnandi loftslags. Veldur það vísindamönnum verulegum áhyggjum enda gæti það haft í för með sér keðjuverkandi stigvaxandi áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda sem leiðir aftur til enn frekari hlýnunar jarðar.
 
Norðurheimskautið geymir gífurlegt magn kolefnis sem gæti losnað út í andrúmsloftið vegna hlýnandi loftlags. Kortið sýnir umfang sífrera á norðurhveli jarðar og lífrænt kolefnisinnihald jarðvegsins í allt að 1 metra dýpi samkvæmt áætlun Northern Circumpolar Soil Carbon Database.
 
Samkvæmt nýútkominni grein í tímaritinu PNAS bætist áhrif frá losun hláturgass (N20) úr sífrerajarðvegi ofan á aðra ógn vegna þiðnunarinnar. Þar sem sífrerajarðvegur geymir gríðarlegt magn kolefnis sem áður hefur ekki verið aðgengilegt, getur niðurbrot lífrænna efna í þessum jarðvegi leitt til losunar mikils magns af hláturgasi. Hláturgas mun hafa um 300 sinnum skaðlegri áhrif á hlýnun jarðar en koltvísýringur (CO2) og því eru viðbrögð við þiðnandi sífrera afar aðkallandi. 
 
Áhrif sífrera er byrjað að gæta víða á Norðurslóðum, ekki aðeins vistfræðilega með breyttum umhverfisskilyrðum sökum hlýnunar. Mannvirki og vegir á norðurhveli hafa orðið fyrir skemmdum og jafnvel hrunið vegna þiðnunar jarðvegsins. Þá hefur þiðnunin leyst miltisbrand úr læðingi sem hefur orðið mönnum að aldurtila. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...