Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vaskir veiðimenn á rjúpu.
Vaskir veiðimenn á rjúpu.
Mynd / Hörður Jónsson
Í deiglunni 20. nóvember 2018

Oft verið miklu meira af rjúpu

„Við erum  búnir að fara tvisvar á rjúpu og fengið mjög lítið, einn og einn fugl. það var bara alls ekki mikið af fugli,“ sagði veiðimaður sem við hittum uppi á Holtavörðuheiði aðra helgina sem mátti fara á rjúpu.
 
Flestir eru sammála um að það sé minna af rjúpu en oft áður. Og einn kom með þá kenningu að lítið hefði verið af berjum á stórum hluta landsins, eins og fyrir vestan og norðan. 
 
„Rjúpan hefur bara ekki haft eins mikið að borða eins og venjulega, í Borgarfirði var mjög lítið af berjum, eiginlega ekki neitt bara,“ sagði þessi veiðimaður og það var margt til í þessu hjá honum.
 
Í Borgarfirði var varla ber á lyngi, sama hvað var leitað og leitað. Rigningasumar og sólarlítið.
 
Veiðimenn sem við höfum rætt við voru sammála um minni rjúpu eins og uppi á Holtavörðuheiði. Eftir tveggja tíma labb sást einn fugl og lítið annað. Einn hrafn á flugi og hann var alls ekki hvítur að sjá við fyrstu sýn.
 
Svona er þetta bara en einni helgi hefur verið bætt við og það hefur sitt að segja fyrir veiðimenn. 

Skylt efni: rjúpa | rjúpnaveiðar

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...