Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlandi. Þykir þetta afar vandræðalegt í ljósi þeirrar hörku sem ESB löndin hafa viljað sýna umheiminum með viðskiptabanni á Rússa vegna Úkraínustríðsins. Framkvæmdastjórn Evrópu­sambandsins tókst ekki að ná samstöðu í málinu á fundi mánu­daginn 2. maí.

Breska ríkisútvarpið, BBC, sagði í umfjöllun um málið að þó að refsiaðgerðum hafi verið beitt á öðrum sviðum viðskipta, treysti ESB enn mikið á rússneska olíu og gas.

Efnahagsráðherra Þýskalands sagði að landið myndi geta staðist rússneskt olíubann fyrir árslok 2022, þar sem hann virtist styðja harðari refsiaðgerðir. Ungverjar hafa hins vegar sagt að þeir séu andvígir slíkri ráðstöfun og lýst því yfir að þeir myndu ekki styðja ráðstafanir sem gætu stofnað birgðum í hættu.

Ráðherrar ESB hittust á mánudag til að ræða hvernig eigi að stjórna ástandinu, undir miklum þrýstingi um að draga úr tekjustreymi sem styður stríð Vladímírs Pútíns forseta í Úkraínu. Niðurstaða fundarins var í raun engin.

Það eru tvær megináskoranir sem aðildarríki standa frammi fyrir – hvernig á að borga fyrir rússneska orku á þann hátt að það brýtur ekki í bága við eða grefur undan refsiaðgerðum ESB, og einnig hvernig eigi að afla og þróa aðrar birgðir til að hverfa frá því að treysta á Rússland.

ESB er mjög háð Rússum um orku

Á blaðamannafundi á mánudag sagði Kadri Simson, yfirmaður orkumála hjá ESB, að stöðvun Rússa á gasbirgðum til Póllands og Búlgaríu hefði styrkt vilja sambandsins til að verða óháð rússnesku jarðefnaeldsneyti. Vandinn er að samkvæmt úttekt rannsóknarmiðstöðvar um orku og hreint loft (CREA) hefur ESB flutt inn um 37 milljarða punda virði af jarðefnaeldsneyti síðan átökin hófust. Mest var flutt inn til Þýskalands, en þar á eftir kom Ítalía.

Skrúfað fyrir sölu til Póllands og Búlgaríu

Orkurisinn Gazprom stöðvaði gasútflutning til Póllands og Búlgaríu í þarsíðustu viku eftir að þessi lönd neituðu að verða við kröfum Rússa um að skipta yfir í greiðslu í rúblum. Mörg önnur aðildarlönd ESB standa frammi fyrir sama vandamáli um miðjan maí.

Pólland og Búlgaría ætluðu að hætta að nota rússneskt gas á þessu ári og segjast geta tekist á við stöðvunina, en það hefur vakið ótta um að önnur ESB-ríki, þar á meðal gasþróaða efnahagsveldið Þýskaland, gætu verið næst á lista yfir lönd sem Rússar skrúfa fyrir. Það gæti haft gríðarlegar afleiðingar fyrir þýskt atvinnulíf.

Brot á refsiaðgerðum og borga með rúblum

Frú Simson endurtók þá skoðun framkvæmdastjórnar Evrópu­sambandsins á mánudag að það væri „brot“ á refsiaðgerðum að greiða fyrir gas í rúblum og „ekki hægt að samþykkja það“.

Hún sagði að aðildarríki væru að byggja upp gasbirgðir fyrir veturinn, en það dugar samt skammt ef skrúfað yrði fyrir.

Nathan Piper, yfirmaður olíu- og gasrannsókna hjá Investec, sagði við BBC að það væri „nokkuð ljóst“ að ESB vildi „snúa sig í burtu“ frá rússneskri olíu og gasi, en bætti við að skortur á einingu opinberaði vanmátt ESB við að hrinda því í framkvæmd. 

Skylt efni: Rússland | jarðefnaeldsneyti | olía | gas | esb

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...