Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýja vöruhús SS sem Landstólpi byggði í Þorlákshöfn er 1.500 fermetrar að stærð. Samtals er SS þá komið með 3.500 fermetra undir þak á lóðinni.
Nýja vöruhús SS sem Landstólpi byggði í Þorlákshöfn er 1.500 fermetrar að stærð. Samtals er SS þá komið með 3.500 fermetra undir þak á lóðinni.
Fréttir 4. nóvember 2016

Nýtt vöruhús SS í Þorlákshöfn

Sláturfélag Suðurlands (SS) tók í notkun nýtt vöruhús í Þorlákshöfn þann 3. nóvember síðastliðinn. Er þar um að ræða 1.500 fermetra nýbyggingu og er SS þá komið með samtals 3.500 fermetra undir starfsemi sína í Þorlákshöfn. 
 
Nýja  vöruhúsinu er m.a. ætlað að  tryggja enn betur vörugæði Yara áburðar frá verksmiðju til bónda.
Það er Landstólpi sem byggði vöruhúsin í Þorlákshöfn og í opnunarhófi var gestum einnig kynnt það nýjasta í fjósbyggingum frá fyrirtækinu ásamt tækjabúnaði sem létta bændum störfin. 
 
Jötunn vélar var þarna einnig með kynningu á sínum vélum og sýndi m.a. það nýjasta í áburðardreifingu.
 
Mikil uppbygging SS á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn
 
SS hefur staðið í mikilli uppbyggingu í Þorlákshöfn á undanförnum árum. Í febrúar 2007 keypti fyrirtækið 511 fermetra vöruhús við höfnina í Þorlákshöfn að Hafnarskeiði 12 ásamt 5.557 fermetra lóð. Auk þess var gert samkomulag við Sveitarfélagið Ölfus um úthlutun á viðbótarlóð að Hafnarskeiði 10a við hlið lóðarinnar.
 
Nýtt deiliskipulag var síðan samþykkt í febrúar 2013 þar sem lóðirnar voru sameinaðar. Athafnasvæðið er nú tæpir 9.500 fermetrar sem tryggir búvörudeild félagsins gott rými til vaxtar á komandi árum.
 
Undir lok árs 2013 hófust síðan framkvæmdir við 1. áfanga með byggingu á 1.500 fermetra vöruhúsi.
 
Vöruhúsið var tekið í notkun haustið 2014 og hefur reynst í alla staði vel. Lokaáfangi uppbyggingar á vöruhúsum í Þorlákshöfn lauk síðan með byggingu á öðru 1.500 fermetra vöruhúsi í október 2016 en framkvæmdir hófust í ársbyrjun. Samtals eru því vöruhús SS í Þorlákshöfn rúmlega 3.500 fermetrar að stærð.
 
SS hefur átt mjög góða samvinnu við Landstólpa sem byggði bæði vöruhúsin. Húsin eru afar vönduð í alla staði og framkvæmdir hafa gengið með afbrigðum vel. Landstólpi hefur mikla reynslu á þessu sviði enda hefur fyrirtækið byggt tugi húsa um allt land á undanförnum árum. Auk Landstólpa komu að verkinu fjöldi góðra verktaka á Suðurlandi. Verkfræðistofan Ferill, sem SS hefur átt langt og farsælt samstarf við, sá um hönnun, umsjón og eftirlit með byggingarframkvæmdum. Vöruhúsin voru eingöngu fjármögnuð úr rekstri SS enda fjárhags- og lausafjárstaða félagsins góð.
 
Framtíðarnýting í Þorlákshöfn
 
Aðstaðan í Þorlákshöfn er SS mjög mikilvæg vegna uppbyggingar við sölu á Yara áburði. Árlega fara í gegnum aðstöðu félagsins í Þorlákshöfn um 10 þúsund tonn af áburði.
 
Með nýju vöruhúsi er lokið uppbyggingu félagsins í Þorlákshöfn. Nýtt vöruhús gefur möguleika til kaupa á áburði á þeim tíma sem innkaupsverð er hvað hagkvæmast en það og varðveisla á gæðum áburðarins frá verksmiðju til bónda eru veigamikil atriði til að tryggja bændum gæðaáburð frá Yara með hagkvæmum hætti.
 
SS setti upp búvörudeild 2001
 
Búvörudeild SS á sér ekki langa sögu en á árinu 2001 hóf SS skipulegan innflutning á tilbúnum áburði fyrir bændur. SS er í afar farsælu samstarfi við norska stórfyrirtækið YARA um innflutning og sölu á áburði. SS skipar upp áburði á 10 höfnum um allt land. Umsvifin eru hins vegar mest í Þorlákshöfn. SS flytur einnig inn kjarnfóður í samstarfi við DLG í Danmörku en DLG er samvinnufélag bænda. Í dag rekur SS 3 fóðurbíla og mikil sóknarfæri eru fram undan, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu.
 
Búvörudeildin selur einnig m.a. bætiefni, rúlluplast, sáðvörur og fatnað. Með nýja vöruhúsinu í Þorlákshöfn verður SS enn betur í stakk búið til að þjónusta bændur.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...