Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Róbert Örn Jónsson og Annika Webert fyrir miðri mynd, ásamt Arnari Bjarna Eiríkssyni, eiganda Landstólpa, og Sævari Erni Gíslasyni, sölustjóra mannvirkjasviðs fyrirtækisins, eftir undirritun samningsins um nýja fjósið.
Róbert Örn Jónsson og Annika Webert fyrir miðri mynd, ásamt Arnari Bjarna Eiríkssyni, eiganda Landstólpa, og Sævari Erni Gíslasyni, sölustjóra mannvirkjasviðs fyrirtækisins, eftir undirritun samningsins um nýja fjósið.
Fréttir 12. ágúst 2019

Nýtt tólf hundruð fermetra fjós byggt í Réttarholti í Skagafirði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ábúendurnir á bænum Réttarholti, sem er  í Akrahreppi í Skagafirði, komu nýlega til Arnars Bjarna Eiríkssonar og hans starfsfólks hjá Landstólpa í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi og skrifuðu undir samning um kaup og byggingu á tólf hundruð fermetra fjósi.
 
Húsið verður stálgrindarhús  með haughúsi undir og í því verður pláss fyrir 80 kýr, (mjólkandi og geldkýr), burðarstíur og aðstaða fyrir kálfa á mjólkurskeiðinu. 
 
Mjaltaþjónn frá GEA
 
Eldra fjós verður nýtt undir uppeldi. Í byrjun er einn mjaltaþjónn en gert ráð fyrir öðrum ef aðstæður bjóða upp á það í fyllingu tímans. Mjaltaþjónninn ásamt tilheyrandi búnaði, innréttingar og gjafakerfið kemur frá GEA og  Lífland sér um að útvega loftræstikerfi frá Big Dutchman. 
 
Stefnt er að því að fjósið verði tilbúið í febrúar 2020 
 
„Við erum með kúabú með tæpar 60 kýr og nokkur hross. Árið 2004 var básafjósi ásamt þurrheyshlöðu breytt í lausagöngufjós með mjaltabás, en nú er kominn tími á betri aðstöðu fyrir menn og þá aðallega kýr og kálfa,“ segir Róbert Örn Jónsson bóndi en hann er fæddur og uppalinn á bænum og er fimmti ættliður sem býr í Réttarholti. „Ég kom alfarið í búskapinn eftir búfræðinám 2001. Ég kynntist svo Anniku Webert og kom hún í búskapinn 2005 og höfum búið á móti foreldrum mínum síðan og með árunum höfum við verið að taka við búinu,“ bætir Róbert við. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...