Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Róbert Örn Jónsson og Annika Webert fyrir miðri mynd, ásamt Arnari Bjarna Eiríkssyni, eiganda Landstólpa, og Sævari Erni Gíslasyni, sölustjóra mannvirkjasviðs fyrirtækisins, eftir undirritun samningsins um nýja fjósið.
Róbert Örn Jónsson og Annika Webert fyrir miðri mynd, ásamt Arnari Bjarna Eiríkssyni, eiganda Landstólpa, og Sævari Erni Gíslasyni, sölustjóra mannvirkjasviðs fyrirtækisins, eftir undirritun samningsins um nýja fjósið.
Fréttir 12. ágúst 2019

Nýtt tólf hundruð fermetra fjós byggt í Réttarholti í Skagafirði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ábúendurnir á bænum Réttarholti, sem er  í Akrahreppi í Skagafirði, komu nýlega til Arnars Bjarna Eiríkssonar og hans starfsfólks hjá Landstólpa í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi og skrifuðu undir samning um kaup og byggingu á tólf hundruð fermetra fjósi.
 
Húsið verður stálgrindarhús  með haughúsi undir og í því verður pláss fyrir 80 kýr, (mjólkandi og geldkýr), burðarstíur og aðstaða fyrir kálfa á mjólkurskeiðinu. 
 
Mjaltaþjónn frá GEA
 
Eldra fjós verður nýtt undir uppeldi. Í byrjun er einn mjaltaþjónn en gert ráð fyrir öðrum ef aðstæður bjóða upp á það í fyllingu tímans. Mjaltaþjónninn ásamt tilheyrandi búnaði, innréttingar og gjafakerfið kemur frá GEA og  Lífland sér um að útvega loftræstikerfi frá Big Dutchman. 
 
Stefnt er að því að fjósið verði tilbúið í febrúar 2020 
 
„Við erum með kúabú með tæpar 60 kýr og nokkur hross. Árið 2004 var básafjósi ásamt þurrheyshlöðu breytt í lausagöngufjós með mjaltabás, en nú er kominn tími á betri aðstöðu fyrir menn og þá aðallega kýr og kálfa,“ segir Róbert Örn Jónsson bóndi en hann er fæddur og uppalinn á bænum og er fimmti ættliður sem býr í Réttarholti. „Ég kom alfarið í búskapinn eftir búfræðinám 2001. Ég kynntist svo Anniku Webert og kom hún í búskapinn 2005 og höfum búið á móti foreldrum mínum síðan og með árunum höfum við verið að taka við búinu,“ bætir Róbert við. 
Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Fréttir 13. desember 2024

Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk

Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...

Kortleggja ræktarlönd
Fréttir 13. desember 2024

Kortleggja ræktarlönd

Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.