Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Róbert Örn Jónsson og Annika Webert fyrir miðri mynd, ásamt Arnari Bjarna Eiríkssyni, eiganda Landstólpa, og Sævari Erni Gíslasyni, sölustjóra mannvirkjasviðs fyrirtækisins, eftir undirritun samningsins um nýja fjósið.
Róbert Örn Jónsson og Annika Webert fyrir miðri mynd, ásamt Arnari Bjarna Eiríkssyni, eiganda Landstólpa, og Sævari Erni Gíslasyni, sölustjóra mannvirkjasviðs fyrirtækisins, eftir undirritun samningsins um nýja fjósið.
Fréttir 12. ágúst 2019

Nýtt tólf hundruð fermetra fjós byggt í Réttarholti í Skagafirði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ábúendurnir á bænum Réttarholti, sem er  í Akrahreppi í Skagafirði, komu nýlega til Arnars Bjarna Eiríkssonar og hans starfsfólks hjá Landstólpa í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi og skrifuðu undir samning um kaup og byggingu á tólf hundruð fermetra fjósi.
 
Húsið verður stálgrindarhús  með haughúsi undir og í því verður pláss fyrir 80 kýr, (mjólkandi og geldkýr), burðarstíur og aðstaða fyrir kálfa á mjólkurskeiðinu. 
 
Mjaltaþjónn frá GEA
 
Eldra fjós verður nýtt undir uppeldi. Í byrjun er einn mjaltaþjónn en gert ráð fyrir öðrum ef aðstæður bjóða upp á það í fyllingu tímans. Mjaltaþjónninn ásamt tilheyrandi búnaði, innréttingar og gjafakerfið kemur frá GEA og  Lífland sér um að útvega loftræstikerfi frá Big Dutchman. 
 
Stefnt er að því að fjósið verði tilbúið í febrúar 2020 
 
„Við erum með kúabú með tæpar 60 kýr og nokkur hross. Árið 2004 var básafjósi ásamt þurrheyshlöðu breytt í lausagöngufjós með mjaltabás, en nú er kominn tími á betri aðstöðu fyrir menn og þá aðallega kýr og kálfa,“ segir Róbert Örn Jónsson bóndi en hann er fæddur og uppalinn á bænum og er fimmti ættliður sem býr í Réttarholti. „Ég kom alfarið í búskapinn eftir búfræðinám 2001. Ég kynntist svo Anniku Webert og kom hún í búskapinn 2005 og höfum búið á móti foreldrum mínum síðan og með árunum höfum við verið að taka við búinu,“ bætir Róbert við. 
Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...