Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýtt skýrsluhaldskerfi fyrir geitur
Fréttir 13. maí 2016

Nýtt skýrsluhaldskerfi fyrir geitur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýtt rafrænt skýrsluhaldskerfi fyrir geitfé verður tekið í notkun fljótlega hjá Bændasamtökum Íslands. Gagnagrunnurinn, sem kallast Heiðrún,  byggir á skýrsluhaldskerfi fyrir sauðfé og kallast Fjárvís.

Birna Kristín Baldursdóttir, umsjónarmaður Erfðalindaseturs Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að gagnagrunnurinn, sem kallast Heiðrún, tengist Fjárvís sem er skýrsluhaldskerfi fyrir sauðfé. Verkefnið er samstarfsverkefni Tölvudeildar BÍ, Erfðalindaseturs LbhÍ, Geitfjárræktarfélags Íslands, RML og var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. „Það er búið að forrita grunninn og sem stendur er verið að villuprófa grunninn og geri ég ráð fyrir að hann verði kominn í notkun í lok þessa mánaðar.“

Geta fært inn vorbækur

Að sögn Birnu geta geitfjárræktendur á landinu fljótlega farið að færa vorbækur sínar inn í kerfið og farið að nota það. „Hingað til hafa geitfjárskýrslur verið handskrifaðar en með tilkomu Heiðrúnar verður skýrsluhaldið rafrænt og um leið fljótlegra að skrá inn upplýsingarnar. Á sama tíma verður aðgengi að öllum upplýsingum mun auðveldara. Í grunninum verður hægt að finna upplýsingar um ættir íslenskra geita, burð, frjósemi, liti og kaup og sölu gripa svo dæmi séu nefnd. Grunnurinn nýtist því vel þegar kemur að ræktun geitfjár og til að hægt sé að fylgjast betur með skyldleikarækt innan stofnsins.“

Geitfjárræktendur á landinu er um 110 og geitur um eitt þúsund og fjöldi þeirra hefur tvöfaldast á tæpum áratug.

Verið að skrá inn eldri skýrslur

Birna segir að byrjað sé að skrá inn eldri handskrifaðar geitfjárskýrslur í skýrsluhaldsgrunninn en að héðan í frá geti geitfjárbændur sótt um stofnskráningu og skráð inn upplýsingar sjálfir.

„Skráningar af þessu tagi eru gríðarlega mikilvægar fyrir geitfjárrækt í landinu og gerir okkur mögulegt að fylgjast enn betur með stofninum en hingað til, ekki síst þegar kemur að ræktun og viðhaldi stofnsins, auk þess sem það er  gott tæki til að vinna gegn hinni miklu skyldleikarækt sem hefur verið að aukast undanfarna áratugi.“

Námskeið í notkun Heiðrúnar

Boðið verður upp á námskeið í notkun skýrsluhaldsgrunnsins og eru geitfjárræktendur hvattir til að nýta sér það. Nánari upplýsingar veitir Birna Kristín Baldursdóttir í síma 4335011 eða birna@lbhi.is.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...