Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýtt skýrsluhaldskerfi fyrir geitur
Fréttir 13. maí 2016

Nýtt skýrsluhaldskerfi fyrir geitur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýtt rafrænt skýrsluhaldskerfi fyrir geitfé verður tekið í notkun fljótlega hjá Bændasamtökum Íslands. Gagnagrunnurinn, sem kallast Heiðrún,  byggir á skýrsluhaldskerfi fyrir sauðfé og kallast Fjárvís.

Birna Kristín Baldursdóttir, umsjónarmaður Erfðalindaseturs Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að gagnagrunnurinn, sem kallast Heiðrún, tengist Fjárvís sem er skýrsluhaldskerfi fyrir sauðfé. Verkefnið er samstarfsverkefni Tölvudeildar BÍ, Erfðalindaseturs LbhÍ, Geitfjárræktarfélags Íslands, RML og var styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. „Það er búið að forrita grunninn og sem stendur er verið að villuprófa grunninn og geri ég ráð fyrir að hann verði kominn í notkun í lok þessa mánaðar.“

Geta fært inn vorbækur

Að sögn Birnu geta geitfjárræktendur á landinu fljótlega farið að færa vorbækur sínar inn í kerfið og farið að nota það. „Hingað til hafa geitfjárskýrslur verið handskrifaðar en með tilkomu Heiðrúnar verður skýrsluhaldið rafrænt og um leið fljótlegra að skrá inn upplýsingarnar. Á sama tíma verður aðgengi að öllum upplýsingum mun auðveldara. Í grunninum verður hægt að finna upplýsingar um ættir íslenskra geita, burð, frjósemi, liti og kaup og sölu gripa svo dæmi séu nefnd. Grunnurinn nýtist því vel þegar kemur að ræktun geitfjár og til að hægt sé að fylgjast betur með skyldleikarækt innan stofnsins.“

Geitfjárræktendur á landinu er um 110 og geitur um eitt þúsund og fjöldi þeirra hefur tvöfaldast á tæpum áratug.

Verið að skrá inn eldri skýrslur

Birna segir að byrjað sé að skrá inn eldri handskrifaðar geitfjárskýrslur í skýrsluhaldsgrunninn en að héðan í frá geti geitfjárbændur sótt um stofnskráningu og skráð inn upplýsingar sjálfir.

„Skráningar af þessu tagi eru gríðarlega mikilvægar fyrir geitfjárrækt í landinu og gerir okkur mögulegt að fylgjast enn betur með stofninum en hingað til, ekki síst þegar kemur að ræktun og viðhaldi stofnsins, auk þess sem það er  gott tæki til að vinna gegn hinni miklu skyldleikarækt sem hefur verið að aukast undanfarna áratugi.“

Námskeið í notkun Heiðrúnar

Boðið verður upp á námskeið í notkun skýrsluhaldsgrunnsins og eru geitfjárræktendur hvattir til að nýta sér það. Nánari upplýsingar veitir Birna Kristín Baldursdóttir í síma 4335011 eða birna@lbhi.is.

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...