Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús.
Mynd / smh
Fréttir 1. mars 2022

Nýtt lífrænt vottað kúabú

Höfundur: smh

Í október síðastliðnum urðu þau tímamót í búrekstri kúbændanna í Eyði-Sandvík rétt við Selfoss, að lífrænt vottuð mjólk var markaðssett frá bænum í fyrsta skiptið.

Er þetta fjórða kúabúið sem fær lífræna vottun á framleiðslu sína, en það langstærsta. Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús, segir ástæðu til að fagna vel, því fyrirtækið hafi lengi skort lífrænt vottaða mjólk til að vinna úr.

„Við höfum beðið lengi eftir þessum tímamótum, enda hefur ferlið tekið langan tíma frá því við hittum bændurna í Eyði-Sandvík fyrst,“ segir Helgi.

Aukið vöruúrval og betra aðgengi

Eyði-Sandvík framleiðir jafnmikla mjólk og þau tvö kúabú samtals, sem mest hafa lagt inn af mjólk til Biobús. „Þessi viðbót breytir mjög miklu fyrir okkur, við getum loksins aukið vöruúrval og haldið áfram að þróa markað með lífrænar mjólkurvörur og vonandi náum við að auka aðgengi neytenda að þeim.

Til dæmis er ný vörulína væntanleg á næstu vikum sem er búin að vera lengi í undirbúningi. Með tilkomu Eyði-Sandvíkur í hóp lífrænna mjólkurbænda þurfum við ekki að skammta vörur í verslanir eins og við höfum þurftu að gera á vissum árstímum,“ segir Helgi Rafn.

Hann segir að töluverð hagkvæmni fáist í því að taka fleiri lítra í gegnum mjólkurvinnsluna og ekki sé nauðsynlegt að flytja úr núverandi húsnæði því nokkuð rúmt sé þar um starfsemina. „Síðustu misseri höfum við unnið að því auka afkastagetu með tækjakaupum og breytingum innanhúss,“ segir hann.

Biobú keypti Skúbb ísgerð síðastliðið vor en auk ísframleiðslunnar hafa verið þróaðar Skúbb skálar, þar sem uppistaðan er grísk jógúrt – sem seldar verða á sérstökum Skúbb skála sölustöðum. 

Nánari umfjöllun um Eyði-Sandvík er á bls. 26-27 í nýjasta Bændablaði.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...