Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýsköpunartækifæri í lífhagkerfinu
Fréttir 24. mars 2015

Nýsköpunartækifæri í lífhagkerfinu

Lífrænar auðlindir eru og hafa verið mikilvæg undirstaða efnahagslegra framfara á Íslandi. Mikil tækifæri eru í aukinni verðmætasköpun í lífhagkerfinu með aukinni vöruþróun, bættum vinnsluferlum og nýtingu hliðarafurða til verðmætasköpunar.   
 
Matís leiðir verkefnið „Nýsköpun í lífhagkerfinu“ sem er hluti af „Nordbio“ formennskuáætlun Íslands (2014–2016) í Norrænu ráðherranefndinni.  Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun í lífhagkerfinu þ.e. verkefni sem stuðla að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu og draga úr úrgangi, framleiðslu nýrra vara með beitingu líftækni og aukinni framleiðslu lífmassa.  
 
Einn hluti þessa verkefnis er að aðstoða við vöruþróun á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. Frábærar undirtektir voru í fyrra þegar auglýst var eftir hugmyndum að vöruþróunarverkefnum í þessum löndum og bárust 78 umsóknir, á þeim grunni var ráðist í 26 vöruþróunarverkefni. Afrakstur verkefnanna var kynntur á ráðstefnunni „Nordtic“ í tengslum við fund norrænna ráðherra hér á landi í fyrra á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.  
 
Nú í ár verður leikurinn endurtekinn. Leitað er eftir umsóknum um verkefni sem fela í sér nýtingu á svæðisbundnum lífauðlindum á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Ætlast er til þess að verkefnin skili auknum verðmætum, aukinni sjálfbærni í nýtingu líf-auðlinda og/eða dragi úr lífrænu sorpi. Stuðningurinn felst í sérfræðiráðgjöf við að koma vöru á markað og getur m.a. falist í aðstoð við uppsetningu vinnsluferla, vöruþróun, umbúðahönnun og mælingar (t.d. geymsluþols-, næringargildis-, efnamælingar- og/eða lífvirknimælingar). Ekki verður greitt fyrir eigin vinnu umsækjanda, hráefni eða tækjakaup. 
 
Þetta er frábært tækifæri fyrir hugmyndaríkt fólk til sjávar og sveita til að láta til sín taka, fá aðstoð við að þróa áfram vöruhugmyndir sem nýta vannýtt hráefni eða einfaldlega búa til verðmætari vörur úr þeim hráefnum sem nýtt eru í dag. Margar af þeim vörum sem unnið var með í fyrra eru komnar á markað og ættu þeir sem luma á góðum vöruþróunarhugmyndum því ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. 
Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á www.matis.is/voruthroun og hjá Gunnþórunni Einarsdóttur (gunna@matis.is) og Þóru Valsdóttur (thorav@matis.is).

Skylt efni: nýsköpun | Matís

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...