Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýsköpunartækifæri í lífhagkerfinu
Fréttir 24. mars 2015

Nýsköpunartækifæri í lífhagkerfinu

Lífrænar auðlindir eru og hafa verið mikilvæg undirstaða efnahagslegra framfara á Íslandi. Mikil tækifæri eru í aukinni verðmætasköpun í lífhagkerfinu með aukinni vöruþróun, bættum vinnsluferlum og nýtingu hliðarafurða til verðmætasköpunar.   
 
Matís leiðir verkefnið „Nýsköpun í lífhagkerfinu“ sem er hluti af „Nordbio“ formennskuáætlun Íslands (2014–2016) í Norrænu ráðherranefndinni.  Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun í lífhagkerfinu þ.e. verkefni sem stuðla að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu og draga úr úrgangi, framleiðslu nýrra vara með beitingu líftækni og aukinni framleiðslu lífmassa.  
 
Einn hluti þessa verkefnis er að aðstoða við vöruþróun á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. Frábærar undirtektir voru í fyrra þegar auglýst var eftir hugmyndum að vöruþróunarverkefnum í þessum löndum og bárust 78 umsóknir, á þeim grunni var ráðist í 26 vöruþróunarverkefni. Afrakstur verkefnanna var kynntur á ráðstefnunni „Nordtic“ í tengslum við fund norrænna ráðherra hér á landi í fyrra á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.  
 
Nú í ár verður leikurinn endurtekinn. Leitað er eftir umsóknum um verkefni sem fela í sér nýtingu á svæðisbundnum lífauðlindum á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Ætlast er til þess að verkefnin skili auknum verðmætum, aukinni sjálfbærni í nýtingu líf-auðlinda og/eða dragi úr lífrænu sorpi. Stuðningurinn felst í sérfræðiráðgjöf við að koma vöru á markað og getur m.a. falist í aðstoð við uppsetningu vinnsluferla, vöruþróun, umbúðahönnun og mælingar (t.d. geymsluþols-, næringargildis-, efnamælingar- og/eða lífvirknimælingar). Ekki verður greitt fyrir eigin vinnu umsækjanda, hráefni eða tækjakaup. 
 
Þetta er frábært tækifæri fyrir hugmyndaríkt fólk til sjávar og sveita til að láta til sín taka, fá aðstoð við að þróa áfram vöruhugmyndir sem nýta vannýtt hráefni eða einfaldlega búa til verðmætari vörur úr þeim hráefnum sem nýtt eru í dag. Margar af þeim vörum sem unnið var með í fyrra eru komnar á markað og ættu þeir sem luma á góðum vöruþróunarhugmyndum því ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. 
Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á www.matis.is/voruthroun og hjá Gunnþórunni Einarsdóttur (gunna@matis.is) og Þóru Valsdóttur (thorav@matis.is).

Skylt efni: nýsköpun | Matís

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...