Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri.
Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri.
Mynd / Bbl
Fréttir 6. nóvember 2025

Nýsköpunarklasi á Hvanneyri

Höfundur: Þröstur Helgason

Í dag, 6. nóvember, verður formlega opnaður nýr nýsköpunarklasi á Hvanneyri í tengslum við UNIgreenháskólasambandið. Með klasanum tengist Vesturland beint við öflugt alþjóðlegt samstarf átta háskóla í Evrópu sem leggja áherslu á sjálfbæran landbúnað, líftækni og matvælaiðnað framtíðarinnar, segir í fréttatilkynningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Markmið klasans er að skapa vettvang þar sem hugmyndir geta þróast í verkefni og ný fyrirtæki. Nemendur, vísindamenn og frumkvöðlar fá aðgang að aðstöðu, leiðsögn og alþjóðlegu tengslaneti til að vinna að lausnum tengdum landbúnaði, líftækni, matvælaöryggi og grænni orku.

„Við viljum að þessi klasi verði brú milli vísinda og atvinnulífs,“ segir Christian Schultze, alþjóðafulltrúi LbhÍ og einn af leiðandi aðilum verkefnisins „Þannig fá hugmyndir sem spretta upp í héraðinu tækifæri til að vaxa og dafna.“

Klasinn er ekki eingöngu ætlaður háskólanum. Allir íbúar Vesturlands geta leitað þangað með sínar hugmyndir og fengið aðstoð við að þróa þær áfram. Þar verður í boði ráðgjöf, aðgangur að tækjum og tenging við sérfræðinga bæði heima og erlendis.

Þetta eykur möguleika íbúa til að stofna eigin fyrirtæki eða hefja verkefni sem byggja á nýsköpun og sjálfbærni.

Opnun – öllum boðið að taka þátt

Opnunarhátíðin verður haldin fimmtudaginn 6. nóvember kl. 12.00 á Hvanneyri. Þar verður farið yfir markmið verkefnisins, boðið verður í skoðunarferð um aðstöðuna og veitingar í boði.

„Þetta er nýr áfangastaður fyrir hugmyndir á Vesturlandi,“ segir Lukáš Pospíšil, verkefnastjóri Landbúnaðarháskólans. „Við viljum að hver og einn geti komið með hugmyndir sínar og fundið hér stuðning og úrræði til að láta þær verða að veruleika.“

Skylt efni: Hvanneyri

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...