Harpa Ólafsdóttir
Harpa Ólafsdóttir
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf hún störf í byrjun þessa árs.

Harpa er með MBA í mannauðsfræði frá Háskóla Íslands og lauk grunn- og framhaldsnámi í þjóðhagfræði frá Georg-August- háskólanum í Göttingen í Þýskalandi árið 1991. Hún hefur að auki réttindi sem leiðsögumaður.

Harpa hefur víðtæka þekkingu á m.a. greiningarvinnu og stefnumótun, málefnum vinnumarkaðarins og kjarasamningum. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, frá 2022 og var skrifstofustjóri kjaramála hjá Reykjavíkurborg, á mannauðs- og starfsumhverfissviði, fram að því, frá 2018. Um fimmtán ára skeið starfaði Harpa hjá stéttarfélaginu Eflingu sem sviðsstjóri kjaramála. Hún sat í stjórn Gildis-lífeyrissjóðs í sjö ár, sem formaður og varaformaður, og í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða um skeið.

„Ég tek m.a. með mér í nýtt starf að sjá ýmsar hliðar á öllum málum. Hlutverk mitt hefur verið að sjá ólíkar sviðsmyndir og geta svolítið bakkað til baka ef hlutirnir virðast alveg ófærir og sjá þá nýja fleti á málum. Það hefur jafnan verið minn styrkleiki,“ segir hún.

Harpa er fædd árið 1965 og á uppkomna tvíburasyni. Hún ólst upp í Reykjavík. Faðir hennar var frá Sauðanesi í Torfalækjarhreppi en móðir frá Böðmóðsstöðum í Laugardal en þau kynntust í Reykjavík í lok síðari heimsstyrjaldar.

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...