Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýr framkvæmdastjóri LS
Fréttir 20. júlí 2017

Nýr framkvæmdastjóri LS

Höfundur: Vilmundur Hansen
Unnsteinn Snorri Snorrason hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda í 50% stöðu. Svavar Halldórsson sinnir markaðsmálum áfram fyrir Icelandic Lamb ehf.
 
Unnsteinn Snorri sagði í samtali við Bændablaðið ekki búast við að miklar breytingar yrðu á starfi landssamtakanna við ráðningu hans. „Að minnsta kosti ekki til að byrja með. Fram til þessa hefur stór hluti starfs framkvæmdastjórans farið í markaðsmál en ég losna að mestu við það þar sem Svavar Halldórsson, fyrrum framkvæmdastjóri LS, sér nú alfarið um þau mál hjá Icelandic Lamb.“
 
Hagsmunamál í brennidepli
 
Að sögn Unnsteins verða hagsmunamál sauðfjárbænda og baráttan fyrir betri kjörum þeirra efst á dagskrá. „Við þurfum einnig að skoða félagsaðildina, efla greinina og vinna að framþróun innan hennar.“
 
Bóndi með blandað bú
 
Unnsteinn Snorri er bóndi á Syðstu-Fossum í Borgarfirði og rekur blandað bú með sauðfé og hross. Hann er menntaður bútæknifræðingur og starfaði um hríð hjá Bændasamtökunum sem landsráðunautur í byggingum og bútækni og hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins við byggingarráðgjöf. Unnsteinn er í sambúð með Hörpu Sigríði Magnúsdóttur, saman eiga þau eins og hálfs árs dreng auk þess sem Harpa á sautján ára pilt. 
 
Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Icelandic Lamb
 
Svavar Halldórsson, sem áður starfaði sem framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, mun framvegis gegna fullu starfi sem framkvæmdastjóri Icelandic Lamb. Það er Markaðsráðs kindakjöts sem á Icelandic Lamb ehf. en tilgangur þess er fyrst og fremst markaðssetning og vörumerkjaþróun á afurðum íslensku sauðkindarinnar. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...