Dagmar Ýr Stefánsdóttir.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir.
Mynd / Aðsend
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir tekur við starfi sveitarstjóra Múlaþings frá og með 1. febrúar. Um leið lætur Björn Ingimarsson af störfum sem sveitarstjóri. Segir í tilkynningu sveitarfélagsins að vegna yfirfærslu verkefna, uppgjörs vegna ársins 2024 o.fl. muni Björn starfa áfram með nýjum sveitarstjóra til og með 15. mars en þá láta endanlega af störfum hjá sveitarfélaginu Múlaþingi. Björn hefur starfað sem sveitarstjóri Múlaþings frá árinu 2020 en áður var hann bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, frá árinu 2010. Hann var jafnframt sveitarstjóri Þórshafnarhrepps árin 2001–2006 og Langanesbyggðar 2006–2009.

Dagmar Ýr er með BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún var áður framkvæmdastjóri Austurbrúar frá árinu 2023. Fram að því, frá 2013, starfaði hún sem yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Áður starfaði Dagmar sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri í fimm ár og var þar áður fréttamaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu N4 í eitt ár. Dagmar hefur auk þess setið í ýmsum stjórnum, svo sem í heimastjórn Fljótsdalshéraðs, í fagráði Seyðisfjarðarkaupstaðar, í stjórn Stapa lífeyrissjóðs og í fagráði Uppbyggingarsjóðs Austurlands.

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f