Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins
Mynd / BBL
Fréttir 28. nóvember 2017

Nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins

Guðrún Hulda Pálsdóttir er nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins. 
 
Hún er lesendum blaðsins að góðu kunn en áður sinnti hún meðal annars sumarafleysingum og skrifum um hross og hestamennsku. Guðrún Hulda er með BA-próf í bókmenntafræði og er að ljúka meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað við rannsóknir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, sem ritstjóri Eiðfaxa og blaðamaður á Morgunblaðinu. Guðrún Hulda hefur þegar hafið störf á blaðinu og hefur aðsetur í Bændahöllinni á skrifstofum Bændasamtakanna.
 
Tímarit Bændablaðsins á áætlun
 
Meðal fyrstu verka nýs auglýsingastjóra verður að taka þátt í útgáfu Tímarits Bændablaðsins sem kemur út 4. mars á næsta ári og verður prentað í 8 þúsund eintökum. Þar er tekið á helstu málefnum landbúnaðarins og eru efnistökin fjölbreytt. Ritinu verður dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaðinum. Boðið er upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess verður pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. 
Sala á auglýsingum og kynningum er hafin og eru viðskiptavinir hvattir til að hafa samband. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-0303 og netfangið ghp@bondi.is.
Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...