Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helga Ragna Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason létu af stjórnarsetu ásamt Sigrúnu Pálsdóttur.
Helga Ragna Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason létu af stjórnarsetu ásamt Sigrúnu Pálsdóttur.
Fréttir 15. mars 2022

Nýliðun í stjórn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Axel Sæland var kjörinn for­mað­ur Búgreinadeildar garð­yrkjunnar og Óskar Kristinsson endurkosinn í stjórn. Þrír nýir stjórnarmeðlimir voru kjörnir, þau Eygló Björk Ólafsdóttir, Halla Sif Svansdóttir Höllu­dóttir og Óli Björn Finnsson. Helga Ragna Pálsdóttir, Sigrún Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason létu af stjórnarsetu.

Á fundinum var lýst ánægju yfir því að garðyrkja sé á dagskrá í stjórnarsáttmála og þeim meðvindi sem greinin er að fá, að sögn Guðrúnar Birnu Brynjarsdóttur, starfsmanns Bændasamtakanna, sem leiddi fundinn og fór yfir stefnumörkun BÍ. Helgi Jóhannesson, ráðunautur frá RML, kom og fór yfir hagtölusöfnun í garðyrkju og talaði einnig um skýrsluhald í forritinu Jörð.

Tvær tillögur fóru frá deild garðyrkjubænda til Búnaðar­þings, önnur varðar gjaldskrá félags­manna og hin nýliðunarmál. Nokkur umfjöllun skapaðist um nýliðunar­styrki í landbúnaði og þá stigagjöf er varðar menntun umsækjenda, þar sem starfsmenntanám mun ekki vera metið sem skyldi að mati fundarmanna.
Þá fjölluðu garðyrkjubændur um íslensku fánaröndina sem notuð er á íslenskar garðyrkjuvörur. Lögð var til tillaga þess efnis að notkun hennar miðist eingöngu að þeim sem eru fullgildir félagar Bændasamtaka Íslands.

Búnaðarþingsfulltrúar deild­arinnar verða þeir Axel Sæland, Gunnar Þorgeirsson, Óskar Kristinsson og Óli Björn Finnsson

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...