Nýjar reglur um flutning yfir varnarlínur
Fréttir 20. nóvember 2025

Nýjar reglur um flutning yfir varnarlínur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið lögð drög að reglugerð um flutning sauð- og geitfjár yfir varnarlínur. Þau nýmæli eru í drögunum að bændur á meginhluta landsins geta nú selt fé yfir varnarlínur beri það verndandi (V) eða mögulega verndandi arfgerð (MV).

Áður voru það aðeins bændur á líflambasölusvæðum sem höfðu heimild til að selja líflömb yfir varnarlínur.

Kaupendur þurfa ekki leyfi

Önnur nýmæli eru að fallið er frá því að hafa flutninga líflamba og -kiða háð bæði sölu- og kaupaleyfum frá Matvælastofnun. Eingöngu verður krafist leyfa fyrir sölu fjár yfir varnarlínur en kaupendur þurfa ekki sérstakt leyfi til flutnings eins og nú er.

Í greinargerð með drögunum segir að samhliða gerð nýrrar reglugerðar um riðuveiki í fé hafi reglugerð um flutning líflamba milli landsvæða verið endurskoðuð. „Matvælastofnun lagði fram tillögur haustið 2024, ráðuneytið útfærði tillögurnar og gætti að samræmi við drög að nýrri reglugerð um riðuveiki og Landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu. Á haustmánuðum samþykkti Alþingi breytingar á lögum um dýrasjúkdóma nr. 25/1993 en þær breytingar eru forsenda fyrir breyttri nálgun á reglum um flutninga fjár yfir varnarlínur,“ segir í greinargerðinni.

Áfram mikil höft í áhættuhólfum

Ný reglugerð felur áfram í sér takmarkanir, en helsta breytingin frá núgildandi reglugerð er að tekið er mið af arfgerðum í stað landsvæða og líflambasölusvæða. Í greinargerðinni segir að með breytingunum opnist nýjar viðskiptaleiðir með líffé frá landsvæðum sem í áratugi höfðu ekki möguleika á að flytja fé yfir varnarlínur – og þannig ekki gefist kostur á að selja kynbótagripi til bænda í öðrum varnarhólfum. Skilyrði er að féð beri verndandi (V/x) eða mögulega verndandi (MV/x) arfgerð.

Áfram verða mikil höft á landsvæðum sem flokkast sem áhættusvæði, sem ná frá Hrútafirði í vestri að Eyjafirði í austri. Sauðfé sem flutt er í áhættuhólf þarf að bera V/x arfgerð, MV/MV arfgerð eða T137/x arfgerð.

Nýjar reglur um línubrjóta

Þegar fé hefur sjálft farið yfir varnarlínur (sem línubrjótar) mun gilda regla um tilkynningaskyldu í afmörkuðum og skilgreindum tilvikum. Þegar fé ber breytileikana V/x eða MV/x verður heimilt að flytja það til baka til síns heima að uppfylltri meginreglunni „úr varnarhólfi með jafna eða betri sjúkdómastöðu en hólfið sem flutt er í“.

Fram til þessa hefur öllum línubrjótum verið slátrað alveg óháð því hvort féð beri verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir og bætur greiddar úr ríkissjóði. Einnig fellur hér undir flutningur á fé sem er arfhreint með verndandi arfgerð (V/V) og fé sem er flutt á kynbótastöð.

Umsóknarfrestur er um reglugerðardrögin til 28. nóvember.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...