Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá undirritun viljayfirlýsingar um að styðja við uppbyggingu starfstöðva Náttúrufræðistofnunar á Vesturlandi.
Frá undirritun viljayfirlýsingar um að styðja við uppbyggingu starfstöðva Náttúrufræðistofnunar á Vesturlandi.
Mynd / Stjórnarráðið
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verða höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar á Akranesi og starfstöð á Hvanneyri.

Í júlí sameinuðust Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingar Íslands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn í eina stofnun sem nefnist Náttúrufræðistofnun. Starfsmenn eru samtals áttatíu og dreifðir víða um landið. Frá þessu er greint í frétt á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur jafnframt fram að sameining stofnana hafi verið hluti af heildarendurskoðun og einföldun stofnanaskipulags ráðuneytisins. Sérstök áhersla var lögð á að fjölga störfum utan höfuðborgarsvæðisins við endurskoðunina.

Hluti starfstöðvanna verður í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í viljayfirlýsingu sem ráðherra undirritaði við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi segir að á Hvanneyri séu mikil tækifæri til samstarfs og samvinnu milli Náttúrufræðistofnunar og Landbúnaðarháskólans.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...