Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lambadagatalið fyrir árið 2018 lítur nú dagsins ljós í fjórða sinn.
Lambadagatalið fyrir árið 2018 lítur nú dagsins ljós í fjórða sinn.
Fréttir 3. janúar 2018

Nýfædd lömb í náttúrulegu umhverfi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Lambadagatalið fyrir árið 2018 lítur nú dagsins ljós í fjórða sinn. Það prýðir að venju stórar og fallegar andlitsmyndir af nýlega fæddum lömbum í sínu náttúrulega umhverfi. Myndirnar fanga fegurð þeirra, persónuleika og þá einstöku dásemd sem fólgin er í nýju lífi.
 
Dagatalið er í A4 stærð (hæð 297 mm og breidd 210 mm) þar sem hver mánuður er á einni blaðsíðu. Það er gormað með upphengju og því auðvelt að hengja það upp þar sem hentar. Á það eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar einnig eru merkingar fyrir; fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Dagatalið er því ekki eingöngu fallegt heldur inniheldur líka þjóðlegan fróðleik og er því tilvalið til gjafa og ekki hvað síst jólagjafa. 
 
Fallegar myndirnar og þjóðlegur fróðleikurinn veitir dagatalinu líftíma umfram það ár sem venjan er með dagatöl. 
 
 
Endurnærandi fyrir sál og líkama
 
Ragnar Þorsteinsson, sauðfjárbóndi, ljósmyndari, ásamt ýmsu öðru tilfallandi, hefur veg og vanda af útgáfu lambadagatalsins, en flestar myndanna eru teknar á búi hans, Sýrnesi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. 
 
„Myndatakan er þó mjög skemmtileg og það er endurnærandi á sál og líkama að leggjast út á tún og taka myndir af lömbunum. Lömbin eru ýmist mynduð með mæðrum sínum eða ein og þá þarf að vera búið að vinna traust þeirra svo þau verði ekki skelkuð og hlaupi í burtu,“ segir hann. 
 
Lambadagatölin hafa hlotið góðar viðtökur, síðastliðin tvö ár hefur útgáfan verið fjármögnuð á Karolina Fund og tekist vel til, en fjármögnunin byggist á því að dagatölin eru keypt í forsölu þar. Ragnar segir megintilgang útgáfunnar fyrst og fremst vera að breiða út sem víðast  fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar.
 

5 myndir:

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f