Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vesturbrú er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk.
Vesturbrú er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk.
Mynd / Kristófer Knutsen
Fréttir 23. júlí 2020

Ný brú yfir Eyjafjarðará heitir Vesturbrú

Höfundur: MÞÞ
Ný brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðar­ár, Vesturbrú, var tekin í notkun með hátíðlegri athöfn fyrir skemmstu. Brúin hlaut nafnið Vesturbrú en hátt í 60 tillögur bárust í nafnasamkeppni sem efnt var til. Þeir voru nokkrir sem lögðu þetta nafn sem varð fyrir valinu til.
 
Ráðherra klippti á borða
 
Dagskráin hófst með hópreið hestamannafélagsins Léttis og með í þeirri för var Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra en hann klippti á borðann í athöfninni.  Karlakór Eyjafjarðar söng og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, flutti stutt ávarp.
 
Framkvæmdir gengu vel
 
Brúin er ríflega 60 metra löng stálbrú með þriggja metra breiðu timburgólfi. Heildarlengd nýrra malarstíga hvort sínum megin við brúarstæði eru um 600 metrar. Framkvæmdir hófust síðla árs 2019 og gengu vel. Í þeim fólst einkum stígagerð að brúarstæði og sjálf brúarsmíðin. Niðurrekstur staura undir brúarstöpla hófst í mars síðastliðnum og lauk steypuvinnu og frágangi nú í júní. Samhliða smíðinni hófust framkvæmdir við Hólasandslínu 3 með því að leggja ídráttarrör fyrir jarðstreng meðfram brúnni. 
 
Mikil samgöngubót
 
Nýja brúin er mikil samgöngubót fyrir útivistarfólk og nýtist jafnt gangandi, ríðandi, hlaupandi og hjólandi vegfarendum. Hún leysir af hólmi gamla brú sem þurfti að færa sunnar vegna uppsetningar á aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll.  Verkefnið var unnið í samstarfi Akureyrarbæjar, Vegagerðarinnar og Landsnets. 
 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...