Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla­meist­ari Fjölbrautaskólans á Suður­landi.
Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla­meist­ari Fjölbrautaskólans á Suður­landi.
Fréttir 25. júní 2021

Núverandi nemendur munu klára námið við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samningar vegna yfirfærslu náms í garðyrkju frá Landbúnaðar­háskóla Íslands til Fjölbrautaskóla Suðurlands standa yfir en miðar hægt.

Nemendur sem stunda nám við Garðyrkjuskólann í dag munu klára sitt nám við Landbúnaðarháskólann.
Fyrr á þessu ári ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ingar­málaráðherra að hefja skuli undirbúning að tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju og skyldum greinum við Landbúnaðar­háskóla á Reykjum í Ölfusi undir yfirstjórn og ábyrgð Fjölbrautaskóla Suðurlands. Nemendur sem stunda nám við Garðyrkjuskólann í dag munu klára sitt nám við Landbúnaðar­háskólann.

Í bréfi sem ráðherra sendi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands þann 23. desember síðastliðinn segir að til að vinna að þessum áformum sé stefnt að því að gera sérstakan þríhliða samning um yfirfærslu námsins á milli LbhÍ, FSU og mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Málið í ferli en hefur dregist of lengi

Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla­meistari Fjölbrautaskóla Suður­lands, sagði í samtali við Bænda­blaðið að sem stæði væri verið að vinna að samningi um yfirfærsluna og að málið sé í ferli en hafi dregist óþarflega lengi að ganga frá þeim samningi.

„Ég geri fastlega ráð fyrir að FSU taki við skólanum á þarnæsta ári eða þegar nemendur verða teknir inn í skóla næst. Nemendur sem stunda nám við Garðyrkjuskólann í dag munu því klára sitt nám við Landbúnaðarháskólann eins og þeir hafa rétt á.

Við göngum því út frá því að kennsla verði ekki á okkar ábyrgð fyrr en eftir ár.“

Nemendur í 4 ára fjarnámi

„Hvað nemendur varða sem eru í fjarnámi og taka skólann á fjórum árum get ég því miður ekki svarað því öðruvísi en að það verða allir hvattir til að reyna að ljúka sem mestu af fjarnáminu á næsta skólaári.

Við eigum alveg eftir að stilla náminu upp og við munum finna lausn á því eins og öðru sem við tökum að okkur.“

Garðyrkjunámið áfram að Reykjum

Olga segir að FSU hafi sett það sem skilyrði vegna yfirtökunnar að Ríkiseignir ábyrgist húsnæði sem verður notað í tengslum við námið.

„Við höfum líka sagt skýrt að við viljum ekki taka ábyrgð á lélegu eða ónýtu húsnæði á Reykjum.
Garðyrkjunámið kemur til með að vera áfram að Reykjum en hins vegar er vel hugsanlegt að einhverjir áfangar í bóknámi verði samkeyrðir með öðrum braut við FSU.“

„Nám í garðyrkju er sértækt fagnám og ég tel líklegt að það verði byggt áfram á núverandi námskrá. Hugsanlega getur uppsetningin breyst og það þarf líklega aðlaga námið að fyrirkomulaginu á framhaldsskólastigi en ég á ekki von á neinni kúvendingu. Gangi samningarnir eftir munum við svo vinna að yfirfærslunni og aðlögun­inni næsta vetur,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrauta­skólans á Suður­landi.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...