Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frøydis Haugen, bóndi og vara­formaður í norsku Bænda­sam­tökunum.
Frøydis Haugen, bóndi og vara­formaður í norsku Bænda­sam­tökunum.
Mynd / Norges Bondelag
Fréttir 15. nóvember 2017

Norskir bændur í fóðurkreppu

Höfundur: ehg / BT
Vegna fóðurkreppu í Norður-Hörðalandi í Noregi neyðast nú bændur til að slátra hluta af bústofninum.
 
Þetta kemur til vegna veðráttu í sumar og lélegrar uppskeru í kjölfar þess. Margir bændur hafa ekki komist út á tún sín vegna vætu og því ekkert náð að slá í sumar. Björgunaraðgerðir fyrir veturinn hafa falist í því að kaupa fóðurbirgðir frá Óslóarsvæðinu og í Svíþjóð. 
 
Margir bændur á svæðinu tapa því miklum fjármunum á versta fóðurtímabili í manna minnum, sumir segja að leita verði aftur til ársins 1964 til að sjá viðlíka ástand og er nú. Það eru helst mjólkurbændur sem hafa sent hluta af gripum sínum til slátrunar en flestir sauðfjárbænda ætla að reyna að komast í gegnum tímabilið án þess. Ástæðan fyrir því að bændur á þessu svæði koma sérstaklega illa út er að mikið er um mýrar í jarðveginum og því tekur það lengri tíma fyrir landið að jafna sig eftir miklar rigningar. 
 
Frøydis Haugen, bóndi á svæðinu og varaformaður í norsku Bændasamtökunum, segir í samtali við Bergens Tidende að í ár sé sannkallaður uppskerubrestur víða hjá norskum bændum og á það ekki aðeins við um landsvæðið sem hún býr á. Vitnar hún í votviðrasamt sumar á fleiri stöðum í Noregi og sums staðar hafa bændur komið illa út úr flóðum. Hún hvetur því bændur til að standa þétt saman og að vera duglega til að leita sér upplýsinga og ráðgjafar. 
Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...