Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frøydis Haugen, bóndi og vara­formaður í norsku Bænda­sam­tökunum.
Frøydis Haugen, bóndi og vara­formaður í norsku Bænda­sam­tökunum.
Mynd / Norges Bondelag
Fréttir 15. nóvember 2017

Norskir bændur í fóðurkreppu

Höfundur: ehg / BT
Vegna fóðurkreppu í Norður-Hörðalandi í Noregi neyðast nú bændur til að slátra hluta af bústofninum.
 
Þetta kemur til vegna veðráttu í sumar og lélegrar uppskeru í kjölfar þess. Margir bændur hafa ekki komist út á tún sín vegna vætu og því ekkert náð að slá í sumar. Björgunaraðgerðir fyrir veturinn hafa falist í því að kaupa fóðurbirgðir frá Óslóarsvæðinu og í Svíþjóð. 
 
Margir bændur á svæðinu tapa því miklum fjármunum á versta fóðurtímabili í manna minnum, sumir segja að leita verði aftur til ársins 1964 til að sjá viðlíka ástand og er nú. Það eru helst mjólkurbændur sem hafa sent hluta af gripum sínum til slátrunar en flestir sauðfjárbænda ætla að reyna að komast í gegnum tímabilið án þess. Ástæðan fyrir því að bændur á þessu svæði koma sérstaklega illa út er að mikið er um mýrar í jarðveginum og því tekur það lengri tíma fyrir landið að jafna sig eftir miklar rigningar. 
 
Frøydis Haugen, bóndi á svæðinu og varaformaður í norsku Bændasamtökunum, segir í samtali við Bergens Tidende að í ár sé sannkallaður uppskerubrestur víða hjá norskum bændum og á það ekki aðeins við um landsvæðið sem hún býr á. Vitnar hún í votviðrasamt sumar á fleiri stöðum í Noregi og sums staðar hafa bændur komið illa út úr flóðum. Hún hvetur því bændur til að standa þétt saman og að vera duglega til að leita sér upplýsinga og ráðgjafar. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...