Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Norskar kindur.
Norskar kindur.
Mynd / Bbl
Fréttir 15. nóvember 2021

Norsk stjórnvöld með milljarða stuðning við bændur

Höfundur: USS/HKr.

Á þessu ári hafa orðið gífurlegar hækkanir á rekstrarvörum bænda. Ekki sér fyrir endann á þess­ari þróun, en að öllum lík­indum mun verð koma til baka þegar jafnvægi kemst á hagkerfi heims­ins. Í síðustu viku tilkynntu norsk stjórnvöld að þau myndu auka stuðning við bændur um 11,3 milljarða ÍSL kr. (754 milljónir NOK kr.). Umfang stuðningsins er í fullu samræmi við þær kröfur sem norskir bændur höfðu sett fram í samningaviðræðum við stjórnvöld.

Aukinn stuðningur við norska bændur er þrískiptur. Alls fara 610 milljónir norskra króna, eða sem svarar 9.143 milljónum íslenskra króna, í bætur vegna hækkunar á tilbúnum áburði. Þá fara 136 milljónir NOK kr., eða 2.039 milljónir ÍSL kr., í stuðning vegna hækkunar á byggingarefni og 9 milljónir NOK kr., eða sem nemur 128 milljónum ÍSL kr., fara í stuðning við ávaxta- og berjarækt.
Sem dæmi um hvernig þessi stuðningur kemur við rekstur bænda, þá hækkar stuðningur fyrir hvern ha sem er í ræktun (Kulturlandskapstilskudd) um sem nemur 7.950 ÍSL kr. á hektara. Hann fer úr 24.300 í 32.250 ÍSL kr. á hektara.

Stuðningur við kornrækt (Arealtiskudd, korn) hækkar um sem nemur 4.800 ÍSL kr./ha og fer úr 32.550 í 37.350 ÍSL kr/ha. Þó er það breytilegt eftir svæðum.
Gripagreiðslur fyrir þá sem eiga 15-30 mjólkurkýr (Tilskudd husdyr – Melkekyr) hækkar um sem nemur 6.000 ÍSl kr. á hvern grip. Hækka beingreiðslurnar úr sem nemur 49.230 í 55.230 ÍSL kr. á grip.

Athygli vekur að í greinargerð sem fylgir fréttatilkynningu um aukinn stuðning við norska bændur er þess getið sérstaklega að samningsaðilar, sem eru bændur og stjórnvöld, telja að þar sem 2/3 tekna bænda koma í gegnum afurðaverð þurfi tekjuauki bænda líka að koma úr þeirri átt. Þetta er sérstaklega áhugavert með hliðsjón af því að Samkeppniseftirlitið sendi út fréttatilkynningu á dögunum þar sem „brýnt er fyrir forsvarsmönnum hvers konar hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að taka ekki þátt í umfjöllun sem tengist verðlagningu eða annarri markaðshegðun fyrirtækja“. /USS/HKr.

Skylt efni: norskur landbúnaður

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...