Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Norskar kindur.
Norskar kindur.
Mynd / Bbl
Fréttir 15. nóvember 2021

Norsk stjórnvöld með milljarða stuðning við bændur

Höfundur: USS/HKr.

Á þessu ári hafa orðið gífurlegar hækkanir á rekstrarvörum bænda. Ekki sér fyrir endann á þess­ari þróun, en að öllum lík­indum mun verð koma til baka þegar jafnvægi kemst á hagkerfi heims­ins. Í síðustu viku tilkynntu norsk stjórnvöld að þau myndu auka stuðning við bændur um 11,3 milljarða ÍSL kr. (754 milljónir NOK kr.). Umfang stuðningsins er í fullu samræmi við þær kröfur sem norskir bændur höfðu sett fram í samningaviðræðum við stjórnvöld.

Aukinn stuðningur við norska bændur er þrískiptur. Alls fara 610 milljónir norskra króna, eða sem svarar 9.143 milljónum íslenskra króna, í bætur vegna hækkunar á tilbúnum áburði. Þá fara 136 milljónir NOK kr., eða 2.039 milljónir ÍSL kr., í stuðning vegna hækkunar á byggingarefni og 9 milljónir NOK kr., eða sem nemur 128 milljónum ÍSL kr., fara í stuðning við ávaxta- og berjarækt.
Sem dæmi um hvernig þessi stuðningur kemur við rekstur bænda, þá hækkar stuðningur fyrir hvern ha sem er í ræktun (Kulturlandskapstilskudd) um sem nemur 7.950 ÍSL kr. á hektara. Hann fer úr 24.300 í 32.250 ÍSL kr. á hektara.

Stuðningur við kornrækt (Arealtiskudd, korn) hækkar um sem nemur 4.800 ÍSL kr./ha og fer úr 32.550 í 37.350 ÍSL kr/ha. Þó er það breytilegt eftir svæðum.
Gripagreiðslur fyrir þá sem eiga 15-30 mjólkurkýr (Tilskudd husdyr – Melkekyr) hækkar um sem nemur 6.000 ÍSl kr. á hvern grip. Hækka beingreiðslurnar úr sem nemur 49.230 í 55.230 ÍSL kr. á grip.

Athygli vekur að í greinargerð sem fylgir fréttatilkynningu um aukinn stuðning við norska bændur er þess getið sérstaklega að samningsaðilar, sem eru bændur og stjórnvöld, telja að þar sem 2/3 tekna bænda koma í gegnum afurðaverð þurfi tekjuauki bænda líka að koma úr þeirri átt. Þetta er sérstaklega áhugavert með hliðsjón af því að Samkeppniseftirlitið sendi út fréttatilkynningu á dögunum þar sem „brýnt er fyrir forsvarsmönnum hvers konar hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að taka ekki þátt í umfjöllun sem tengist verðlagningu eða annarri markaðshegðun fyrirtækja“. /USS/HKr.

Skylt efni: norskur landbúnaður

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...