Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Norskar kindur.
Norskar kindur.
Mynd / Bbl
Fréttir 15. nóvember 2021

Norsk stjórnvöld með milljarða stuðning við bændur

Höfundur: USS/HKr.

Á þessu ári hafa orðið gífurlegar hækkanir á rekstrarvörum bænda. Ekki sér fyrir endann á þess­ari þróun, en að öllum lík­indum mun verð koma til baka þegar jafnvægi kemst á hagkerfi heims­ins. Í síðustu viku tilkynntu norsk stjórnvöld að þau myndu auka stuðning við bændur um 11,3 milljarða ÍSL kr. (754 milljónir NOK kr.). Umfang stuðningsins er í fullu samræmi við þær kröfur sem norskir bændur höfðu sett fram í samningaviðræðum við stjórnvöld.

Aukinn stuðningur við norska bændur er þrískiptur. Alls fara 610 milljónir norskra króna, eða sem svarar 9.143 milljónum íslenskra króna, í bætur vegna hækkunar á tilbúnum áburði. Þá fara 136 milljónir NOK kr., eða 2.039 milljónir ÍSL kr., í stuðning vegna hækkunar á byggingarefni og 9 milljónir NOK kr., eða sem nemur 128 milljónum ÍSL kr., fara í stuðning við ávaxta- og berjarækt.
Sem dæmi um hvernig þessi stuðningur kemur við rekstur bænda, þá hækkar stuðningur fyrir hvern ha sem er í ræktun (Kulturlandskapstilskudd) um sem nemur 7.950 ÍSL kr. á hektara. Hann fer úr 24.300 í 32.250 ÍSL kr. á hektara.

Stuðningur við kornrækt (Arealtiskudd, korn) hækkar um sem nemur 4.800 ÍSL kr./ha og fer úr 32.550 í 37.350 ÍSL kr/ha. Þó er það breytilegt eftir svæðum.
Gripagreiðslur fyrir þá sem eiga 15-30 mjólkurkýr (Tilskudd husdyr – Melkekyr) hækkar um sem nemur 6.000 ÍSl kr. á hvern grip. Hækka beingreiðslurnar úr sem nemur 49.230 í 55.230 ÍSL kr. á grip.

Athygli vekur að í greinargerð sem fylgir fréttatilkynningu um aukinn stuðning við norska bændur er þess getið sérstaklega að samningsaðilar, sem eru bændur og stjórnvöld, telja að þar sem 2/3 tekna bænda koma í gegnum afurðaverð þurfi tekjuauki bænda líka að koma úr þeirri átt. Þetta er sérstaklega áhugavert með hliðsjón af því að Samkeppniseftirlitið sendi út fréttatilkynningu á dögunum þar sem „brýnt er fyrir forsvarsmönnum hvers konar hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að taka ekki þátt í umfjöllun sem tengist verðlagningu eða annarri markaðshegðun fyrirtækja“. /USS/HKr.

Skylt efni: norskur landbúnaður

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...