Norræn neytendayfirvöld stilla árlega saman strengi í neytendavernd.
Norræn neytendayfirvöld stilla árlega saman strengi í neytendavernd.
Mynd / Pixabay
Fréttir 26. nóvember 2025

Norrænt samstarf um neytendavernd

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fulltrúar norrænna neytendayfirvalda hittast árlega til að styrkja samstarf sitt. Í ár var lögð áhersla á að bæta stefnur og aðferðafræði í neytendamálum.

Neytendayfirvöld í Danmörku, Færeyjum, Finnlandi, á Grænlandi, Íslandi, í Noregi og Svíþjóð hafa um árabil átt í samstarfi um neytendavernd. Stofnanirnar hittast reglulega og deila reynslu sinni og hugmyndum um hvernig sé hægt að styrkja neytendavernd á Norðurlöndunum.

Segir í fregn Neytendastofu að í ár hafi fundurinn farið fram í Svíþjóð og þar verið farið yfir ýmis málefni, s.s. notkun gervigreindar til að styrkja eftirlit á internetinu og reynslu stofnananna af því að takast á við svik á netinu. Sérstaklega hafi verið farið yfir stefnumótandi samstarf, þ.m.t. hlutverk neytendayfirvalda í stefnumótun neytendamála og innleiðingu og framkvæmd nýrrar löggjafar. Dæmi um árangursríkt samstarf á norrænum vettvangi sé óformlegt bréf (e. non-paper) um stefnur í neytendamálum birt af ESB/EES-meðlimum norræna samstarfsins fyrr á þessu ári.

Á fundinum í Svíþjóð var ákveðið að styrkja samstarf stofnananna enn frekar með því að koma á fót teymi um stefnumál og aðferðafræði. Teymið mun verða viðbót við þegar starfandi hópa um stafræn málefni, umhverfisfullyrðingar, verðupplýsingar, verndun barna og fjárhagsþjónustu.

Segir í fregninni að samstarf norrænna neytendayfirvalda við að bæta stefnur og aðferðafræði í neytendamálum kunni ekki aðeins að hafa jákvæð áhrif á norræna markaði heldur einnig þá evrópsku.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...